Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Snorri Másson skrifar 12. september 2022 11:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023 á blaðamannafundi í ráðuneyti sínu við Arnarhvol. Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“