Boðar breytingar á löggjöf um sjávarútveg á næstunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2022 19:30 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þó að fullbúið frumvarp um endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni verði ekki til fyrr en vorið 2024, muni hún leggja fram frumvörp og mál tengdum sjávarútvegi strax á haustþingi. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra boðar breytingar á sjávarútvegslöggjöfinni og það muni koma fram í málaskrá Alþingis á næstu vikum. Þá sé verið að vinna að heildarstefnumörkun í fiskeldi sem sé því miður ekki til í stjórnkerfinu. Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa í vor meðal annars til að endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni þrátt fyrir að endurtekið hafi komið fram að gera þarf endurbætur á henni. Við höfum sagt frá því að samkvæmt tímalínu ráðuneytisins sé gert ráð fyrir fullbúnu frumvarpi vorið 2024 og var gagnrýnt af stjórnarandstöðu hversu langt væri í það. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra boðar þó breytingar mun fyrr. „Við erum annars vegar í fiskveiðistjórnunarkerfinu og sjávarútvegi almennt með þessa stóru vinnu sem við gerum ráð fyrir að standi yfir um nokkurra missera skeið. Það breytir því ekki að á sama tíma mun ég koma fram með frumvörp og breytingar sem að liggja í augum uppi og m.a. nokkur mál sem munu líta dagsins ljós á þingmannaskrá í næstu viku,“ segir Svandís. Vantar alfarið stefnu um fiskeldi Svandís segir einnig gríðarmikið verkefni óunnið þegar kemur að löggjöf um fiskeldi hér á landi. Ríkisendurskoðun kanni nú lagaumhverfi greinarinnar en fleira sé á döfinni. „Ríkisendurskoðun er nú að fara yfir lagaumhverfið og framkvæmdina almennt þegar kemur að fiskeldi. Við höfum líka fengið Boston Consulting Group til að gera heildarstefnumörkun fyrir fiskeldið sem því miður er ekki til. Ég fann fyrir því á ferð minni um Vestfirði að fólk kallar mjög eftir því að það verði gert í þessum stóra málaflokki,“ segir Svandís. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa í vor meðal annars til að endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni þrátt fyrir að endurtekið hafi komið fram að gera þarf endurbætur á henni. Við höfum sagt frá því að samkvæmt tímalínu ráðuneytisins sé gert ráð fyrir fullbúnu frumvarpi vorið 2024 og var gagnrýnt af stjórnarandstöðu hversu langt væri í það. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra boðar þó breytingar mun fyrr. „Við erum annars vegar í fiskveiðistjórnunarkerfinu og sjávarútvegi almennt með þessa stóru vinnu sem við gerum ráð fyrir að standi yfir um nokkurra missera skeið. Það breytir því ekki að á sama tíma mun ég koma fram með frumvörp og breytingar sem að liggja í augum uppi og m.a. nokkur mál sem munu líta dagsins ljós á þingmannaskrá í næstu viku,“ segir Svandís. Vantar alfarið stefnu um fiskeldi Svandís segir einnig gríðarmikið verkefni óunnið þegar kemur að löggjöf um fiskeldi hér á landi. Ríkisendurskoðun kanni nú lagaumhverfi greinarinnar en fleira sé á döfinni. „Ríkisendurskoðun er nú að fara yfir lagaumhverfið og framkvæmdina almennt þegar kemur að fiskeldi. Við höfum líka fengið Boston Consulting Group til að gera heildarstefnumörkun fyrir fiskeldið sem því miður er ekki til. Ég fann fyrir því á ferð minni um Vestfirði að fólk kallar mjög eftir því að það verði gert í þessum stóra málaflokki,“ segir Svandís.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17