„Stundum eins og maður þurfi að selja kerfinu að barnið sé raunverulega fatlað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2022 13:31 Sigríður segist ekki vera sátt við kerfið, hvernig það tekur á málefnum sonar síns sem er fatlaður. Mynd/Bjarni Einarsson Í Íslandi í dag á dögunum var fjallað um fjölskyldusögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni eignaðist þrjú börn og þar á meðal Katrínu Erlu sem fæddist fötluð. Þar kom fram að fjölskyldan hefði áhyggjur af framtíð Katrínar og að atvinnulífið getið gert mun betur til að tryggja tækifæri fyrir alla. Iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir er einstæð þriggja barna móðir en miðjubarnið hennar, Baltasar, er einnig fatlaður, er sautján ára og hún er síður en svo sátt við það hvernig kerfið tekur á móti honum og kvíðir framtíðinni eins og margir foreldrar fatlaðra barna. Sigga segist hafa fattað það snemma að Baltasar væri ekki eins og flest önnur börn. „Af því að ég átti þrjú börn á þremur árum. Þá var ég með svo góðan samanburð á milli. Það er svolítið öðruvísi að eiga barn sem er farið að ganga ellefu mánaða og borðar eins og hestur og svo kemur annað sem er allt öðruvísi en ég hugsa þá að við erum öll ólík. Svo kemur þriðja barnið og það er alveg eins og fyrsta barnið,“ segir Sigríður sem fór þá að spyrja sig hvort það væri eitthvað að. Mögulega eitthvað annað líka „Staðreyndin er alltaf sú að foreldrar vilja aldrei að það sé eitthvað að og því nota þeir allar mögulegar afsakanir og útilokunaraðferðir og skrifa þetta á barnalæti og vanþroska og annað. Þegar ég fór með hann í tveggja og hálfsárs skoðun þá ýtti ég á að ég vildi fá einhverskonar aðstoð við að greina hvað væri að. Það var ekki mikið hlustað á það, eðlilega af mörgu leiti því þetta eru svo ung börn,“ segir Sigga sem þarna bjó í Svíþjóð og fór hún að ferðast meira til Íslands þar sem biðlistar úti fyrir aðstoð voru langir. „Hann var orðinn fjögurra ára þegar það var nokkuð ljóst að þetta væri örugglega einhverfa og mögulega eitthvað annað.“ Baltasar komst inn á leikskóla á Seltjarnarnesi og fékk þar viðeigandi stuðning og segir Sigga að allt hafi gengið ágætlega. Svo kom að skólagöngunni og Baltasar klárar fyrsta bekk. „Þar kom í ljós að hann var ekki að fara halda í við neinn þar,“ segir Sigga. Þá var hann settur í einhverfudeildina í Langholtsskóla. Sigríður á þrjú börn sem hún eignaðist á þremur árum. „Þá kom í ljós að hann var heldur ekki að halda í við einhverfu krakkana og þá var hann sendur í Klettaskóla og hann lauk sinni grunnskólagöngu þar. Þar var honum mætt af miklum skilningi og fagmennsku. Allir foreldrar sem hafa farið með börnin sín í Klettaskóla vitum hvaða fjársjóður leynist þar,“ segir Sigga. Klettaskóli er aftur á móti aðeins upp í tíunda bekk og þá tóku framhaldsskólaárin við. „Ég fór bókstaflega í alla framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu sem eru með sérdeildir og mér leist mjög vel á Borgarholtsskóla og hann er þar núna að hefja sitt annað ár. Það er svona annað mál og vissulega fer hann í Borgarholtsskóla en þeir treysta sér ekki til að taka hann fyrr en það líður á daginn, þannig að hann mætir ekki fyrr en klukkan níu. Síðan er hann ekki í Hinu Húsinu því við erum ekki með lögheimili í Reykjavík. Sem er í rauninni frístundin eftir skóla.“ Hún segir að hann fái ekki að fara í Hitt Húsið en þangað fara vinirnir. „Hann er því í sérúrræði og það er ofboðslega sérstakt hvað þetta kerfi er sundurslitið. Þetta er nokkuð skrýtið þar sem bæjarfélagið vill greiða fyrir hann hjá Reykjavík en núna í haust setti Reykjavíkurborg fótinn niður og okkur var tilkynnt að það væri bara fullt þar sem þessi árgangur væri svo stór sem mér finnst nokkuð kómískt þar sem þessi árgangur varð til árið 2004.“ Sigríður segir að foreldrar fatlaðra barna þurfi alltaf að kalla sjálfir eftir öllu og berjast fyrir öllu. „Það er heilmikið skipulag og vinna sem felst í því að eiga fötluð börn. Það er stundum eins og maður þurfi að selja kerfinu að barnið sé raunverulega fatlað og maður þurfi raunverulega á aðstoð að halda. Það er náttúrulega ekki í lagi,“ segir Sigríður en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Þar kom fram að fjölskyldan hefði áhyggjur af framtíð Katrínar og að atvinnulífið getið gert mun betur til að tryggja tækifæri fyrir alla. Iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir er einstæð þriggja barna móðir en miðjubarnið hennar, Baltasar, er einnig fatlaður, er sautján ára og hún er síður en svo sátt við það hvernig kerfið tekur á móti honum og kvíðir framtíðinni eins og margir foreldrar fatlaðra barna. Sigga segist hafa fattað það snemma að Baltasar væri ekki eins og flest önnur börn. „Af því að ég átti þrjú börn á þremur árum. Þá var ég með svo góðan samanburð á milli. Það er svolítið öðruvísi að eiga barn sem er farið að ganga ellefu mánaða og borðar eins og hestur og svo kemur annað sem er allt öðruvísi en ég hugsa þá að við erum öll ólík. Svo kemur þriðja barnið og það er alveg eins og fyrsta barnið,“ segir Sigríður sem fór þá að spyrja sig hvort það væri eitthvað að. Mögulega eitthvað annað líka „Staðreyndin er alltaf sú að foreldrar vilja aldrei að það sé eitthvað að og því nota þeir allar mögulegar afsakanir og útilokunaraðferðir og skrifa þetta á barnalæti og vanþroska og annað. Þegar ég fór með hann í tveggja og hálfsárs skoðun þá ýtti ég á að ég vildi fá einhverskonar aðstoð við að greina hvað væri að. Það var ekki mikið hlustað á það, eðlilega af mörgu leiti því þetta eru svo ung börn,“ segir Sigga sem þarna bjó í Svíþjóð og fór hún að ferðast meira til Íslands þar sem biðlistar úti fyrir aðstoð voru langir. „Hann var orðinn fjögurra ára þegar það var nokkuð ljóst að þetta væri örugglega einhverfa og mögulega eitthvað annað.“ Baltasar komst inn á leikskóla á Seltjarnarnesi og fékk þar viðeigandi stuðning og segir Sigga að allt hafi gengið ágætlega. Svo kom að skólagöngunni og Baltasar klárar fyrsta bekk. „Þar kom í ljós að hann var ekki að fara halda í við neinn þar,“ segir Sigga. Þá var hann settur í einhverfudeildina í Langholtsskóla. Sigríður á þrjú börn sem hún eignaðist á þremur árum. „Þá kom í ljós að hann var heldur ekki að halda í við einhverfu krakkana og þá var hann sendur í Klettaskóla og hann lauk sinni grunnskólagöngu þar. Þar var honum mætt af miklum skilningi og fagmennsku. Allir foreldrar sem hafa farið með börnin sín í Klettaskóla vitum hvaða fjársjóður leynist þar,“ segir Sigga. Klettaskóli er aftur á móti aðeins upp í tíunda bekk og þá tóku framhaldsskólaárin við. „Ég fór bókstaflega í alla framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu sem eru með sérdeildir og mér leist mjög vel á Borgarholtsskóla og hann er þar núna að hefja sitt annað ár. Það er svona annað mál og vissulega fer hann í Borgarholtsskóla en þeir treysta sér ekki til að taka hann fyrr en það líður á daginn, þannig að hann mætir ekki fyrr en klukkan níu. Síðan er hann ekki í Hinu Húsinu því við erum ekki með lögheimili í Reykjavík. Sem er í rauninni frístundin eftir skóla.“ Hún segir að hann fái ekki að fara í Hitt Húsið en þangað fara vinirnir. „Hann er því í sérúrræði og það er ofboðslega sérstakt hvað þetta kerfi er sundurslitið. Þetta er nokkuð skrýtið þar sem bæjarfélagið vill greiða fyrir hann hjá Reykjavík en núna í haust setti Reykjavíkurborg fótinn niður og okkur var tilkynnt að það væri bara fullt þar sem þessi árgangur væri svo stór sem mér finnst nokkuð kómískt þar sem þessi árgangur varð til árið 2004.“ Sigríður segir að foreldrar fatlaðra barna þurfi alltaf að kalla sjálfir eftir öllu og berjast fyrir öllu. „Það er heilmikið skipulag og vinna sem felst í því að eiga fötluð börn. Það er stundum eins og maður þurfi að selja kerfinu að barnið sé raunverulega fatlað og maður þurfi raunverulega á aðstoð að halda. Það er náttúrulega ekki í lagi,“ segir Sigríður en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira