Réttlátara samfélag með betri tækni Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 14. september 2022 11:01 Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Ný áskorun fyrir suma Það er alveg ný áskorun fyrir mörg smærri og meðalstór fyrirtæki að í lok árs þurfa öll fyrirtæki með 25–50 í starfi að fara í jafnlaunastaðfestingu og öll með 50 eða fleiri í starfi að jafnaði yfir árið að fara í jafnlaunavottun. Oftar en ekki kemur það í hlut mannauðsstjóra að leiða vottunarferlið. Mannauðsstjórinn hefur ekki endilega reynslu af slíkum verkefnum sem eru nátengd gæðastjórnun og að vinna allt frá grunni er bæði flókið og tímafrekt. Snjallar lausnir hjálpa Það er mikilvægt að nota ekki gamladags aðferðir til þess að leysa ný verkefni og þess vegna hönnuðum við Justly Pay sem nokkurs konar uppsetningarforrit sem í daglegu máli er kallað wizard. Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla, inn í framtíð þar sem við búum til betra samfélag með tækninni. Sá trausti grunnur sem kerfið byggir á er gæðastjórnunarkerfið CCQ. Það er leiðandi kerfi sem er byggt á áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu – þekkingu sem segir okkur að verkfærakista gæðastjórnunar geymir réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn. Það er eru forréttindi að fá að búa til lausnir sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Þegar uppsetningarferlinu er lokið fá fyrirtæki og stofnanir gæðaskjöl sem mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. Sjálfbærni er markmiðið Það er ákveðið metnaðarmál að öll fyrirtæki og stofnanir eigi að geta áunnið sér jafnlaunavottun án þess að þurfa að fjárfesta í kostnaðarsamri ráðgöf utanaðkomandi sérfræðinga með snjallri tækni. Snjallar lausnir eins og Justly Pay gera umsjónarfólki kerfisins kleift að vera sjálfbær í umsjón og umbótaferlinu sem þarf að fá starfsfólk og stjórnendur með í. Það er skemmtilega vinnan og mannauðsfólk á að hafa tíma til þess að sinna henni en ekki vera að hringsnúast í því að leggja grunn að gæðakerfi í fyrsta sinn nú rétt fyrir jól. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Origo Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Ný áskorun fyrir suma Það er alveg ný áskorun fyrir mörg smærri og meðalstór fyrirtæki að í lok árs þurfa öll fyrirtæki með 25–50 í starfi að fara í jafnlaunastaðfestingu og öll með 50 eða fleiri í starfi að jafnaði yfir árið að fara í jafnlaunavottun. Oftar en ekki kemur það í hlut mannauðsstjóra að leiða vottunarferlið. Mannauðsstjórinn hefur ekki endilega reynslu af slíkum verkefnum sem eru nátengd gæðastjórnun og að vinna allt frá grunni er bæði flókið og tímafrekt. Snjallar lausnir hjálpa Það er mikilvægt að nota ekki gamladags aðferðir til þess að leysa ný verkefni og þess vegna hönnuðum við Justly Pay sem nokkurs konar uppsetningarforrit sem í daglegu máli er kallað wizard. Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla, inn í framtíð þar sem við búum til betra samfélag með tækninni. Sá trausti grunnur sem kerfið byggir á er gæðastjórnunarkerfið CCQ. Það er leiðandi kerfi sem er byggt á áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu – þekkingu sem segir okkur að verkfærakista gæðastjórnunar geymir réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn. Það er eru forréttindi að fá að búa til lausnir sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Þegar uppsetningarferlinu er lokið fá fyrirtæki og stofnanir gæðaskjöl sem mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. Sjálfbærni er markmiðið Það er ákveðið metnaðarmál að öll fyrirtæki og stofnanir eigi að geta áunnið sér jafnlaunavottun án þess að þurfa að fjárfesta í kostnaðarsamri ráðgöf utanaðkomandi sérfræðinga með snjallri tækni. Snjallar lausnir eins og Justly Pay gera umsjónarfólki kerfisins kleift að vera sjálfbær í umsjón og umbótaferlinu sem þarf að fá starfsfólk og stjórnendur með í. Það er skemmtilega vinnan og mannauðsfólk á að hafa tíma til þess að sinna henni en ekki vera að hringsnúast í því að leggja grunn að gæðakerfi í fyrsta sinn nú rétt fyrir jól. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar