Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 15:01 Arnór Atlason og Mikkel Hansen takast á í landsleik 2010. Nú er Arnór þjálfari Danans hjá Álaborg. Getty/Christof Koepsel Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða. Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur. Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur.
Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira