Slembilukkan og verðleikarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. september 2022 11:01 Slembilukka ræður því hvar á Jörðinni við fæðumst en það er ákvörðun að velja sér nýjan samastað og hana þarf stundum að taka vegna aðstæðna sem einstaklingar bera enga ábyrgð á; stríðið í Úkraínu er nærtækt dæmi um það. Og kannski ræður heppnin meiru um það hvernig okkur farnast í lífinu en við kærum okkur um að viðurkenna? Hverjir græða peninga, hver njóta virðingar eða hver eru talin skara fram úr. Höfum í huga að mælistika verðleikanna getur villt okkur sýn. Öll eigum við nefnilega sömu réttindi - mannréttindi, borgaraleg og félagsleg – og öll verðskuldum við gott líf. Hlutverk okkar í þessum sal er að sjá til þess að mannréttindi séu virt og tryggð og lífskjörin bætt. Hvernig það er gert gerir gæfumuninn fyrir fólkið sem býr á Íslandi, innfætt og aðflutt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í tæplega fimm ár og sýnt svo ekki verður um villst að stefna hennar snýst um að finna lægsta pólitíska samnefnara VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra talar um málamiðlanir, og þær þarf vissulega að gera, en eftir fimm ár er alveg ljóst á hverra kostnað þær eru gerðar. Ekki þarf að fara lengra aftur en til afgreiðslu rammaáætlunar um nýtingu og vernd orkusvæða í sumar til að sjá það. Er ekki bara best að auglýsa? Meðferð valds ræður úrslitum um traust almennings til stjórnmálafólks og stjórnmálanna. Hvers vegna kjósa ráðherrar að auglýsa ekki æðstu embætti innan stjórnarráðsins og hjá hinu opinbera? Opinber embætti eru ekki gæði sem ráðherrar útdeila með persónulegu mati á hæfni fólks eða til að safna að sér „bestu vinkonum aðal,“ eins og þar segir. Embætti eru auglýst til að tryggja jafnræði borgaranna. Öll eiga að geta sótt um, fengið faglegt og gagnsætt mat á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Þegar þetta er ekki gert, trekk í trekk, grefur það undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Því spyr ég: er ekki bara best að auglýsa? Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á þessu ári er líka talandi dæmi um skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á valdmörkum og nauðsyn armslengdar við slíkar ákvarðanir. Við bíðum enn skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna en ekki síður haldbærra skýringa fjármála- og efnahagsráðherra og flokkanna sem styðja hann á því hvers vegna ekki var strax samþykkt að gjörningurinn útheimti rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Í þess stað var reidd fram ein stærsta smjörklípa síðara ára – og hún er farin að þrána. Hamfarahlýnun og orkuskipti Daglega horfum við uppá afleiðingar hamfarahlýnunar um allan heim. Það er ekki ofsagt að jörðin brenni. Í þriggja mánaða gömlu áliti Loftslagsráðs má lesa ákalltil stjórnvalda um meiri festu og hraða í lífsnauðsynlegum aðgerðum til að draga úr losun og bregðast við þeim breytingum sem þegar eru hafnar. Þar segir orðrétt: „markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi.“ Óljós og ófullnægjandi! Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég fletti upp í málaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en vonbrigðin voru mikil. Orkuskiptin margumtöluðu og nauðsynlegar lagabreytingar til að forgangsraða orkuöflun í þágu þeirra verða ekki á dagskrá þingsins fyrr en á vormánuðum 2023. Einu og hálfu ári eftir að nýr ráðherra tók við sameinuðu ráðuneyti með afar stórt nafn. Samt leyfir forsætisráðherra sér að segja í stefnuræðu sinni að Ísland sé „á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu, inn í nýtt grænt hagkerfi.“ Hvernig er það, eru ráðherrar ólæsir á stöðuna? Eða kannski bara fastir í málmiðlununum? Nafn Samfylkingarinnar vísar til samfylkingar á fjórða áratug síðustu aldar gegn uppgangi nasisma og fasisma í Evrópu. Hvern hefði grunað þegar við stofnuðum Samfylkinguna vorið 2000 að tveim áratugum síðar væri baráttan gegn fasisma 21. aldarinnar? Fasismi á fínum fötum Í austurvegi er tjáningarfrelsið fótum troðið og stjórnarandstæðingar í fangelsi eða búnir að mæta skyndilegum dauðdaga. Í Svíþjóð er jaðarhreyfing nýnasista orðin næststærsti stjórnmálaflokkurinn. Hina nýju strauma í evrópskum stjórnmálum má kalla fasisma á fínum fötum. Hreyfingarnar eiga það sameiginlegt að ráða ekki við stærstu verkefni samtímans: fólksflutningum skal mætt með lokun landamæra; hamfarahlýnun með afneitun; og kröfunni um jöfnuð og velferð með yfirboðum og skyndilausnum. Það er sótt er að kvenfrelsi og mannréttindum hinsegin fólks, það er sótt að lýðræðinu og hinu opna samfélagi, ekki bara í útlöndum. Hér heima verðum við gera okkar til að næra frelsið og fjölbreytileikann og styrkja samfélagið sem við erum svo heppin að tilheyra. Gildi jafnaðarhugsjónarinnar um jafnrétti, frelsi og samstöðu veita skýra leiðsögn í flóknu verkefnum samtímans og þingmál okkar í Samfylkingunni munu bera þess merki. Samfylkingin er í sókn og sækir kraft sinn í allt það fólk sem hafnar samfélagi hins lægsta samnefnara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Grein þessi byggir á ræðu sem flutt var við stefnuræðu forsætisráðherra 14. sept. 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingin Alþingi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Slembilukka ræður því hvar á Jörðinni við fæðumst en það er ákvörðun að velja sér nýjan samastað og hana þarf stundum að taka vegna aðstæðna sem einstaklingar bera enga ábyrgð á; stríðið í Úkraínu er nærtækt dæmi um það. Og kannski ræður heppnin meiru um það hvernig okkur farnast í lífinu en við kærum okkur um að viðurkenna? Hverjir græða peninga, hver njóta virðingar eða hver eru talin skara fram úr. Höfum í huga að mælistika verðleikanna getur villt okkur sýn. Öll eigum við nefnilega sömu réttindi - mannréttindi, borgaraleg og félagsleg – og öll verðskuldum við gott líf. Hlutverk okkar í þessum sal er að sjá til þess að mannréttindi séu virt og tryggð og lífskjörin bætt. Hvernig það er gert gerir gæfumuninn fyrir fólkið sem býr á Íslandi, innfætt og aðflutt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í tæplega fimm ár og sýnt svo ekki verður um villst að stefna hennar snýst um að finna lægsta pólitíska samnefnara VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra talar um málamiðlanir, og þær þarf vissulega að gera, en eftir fimm ár er alveg ljóst á hverra kostnað þær eru gerðar. Ekki þarf að fara lengra aftur en til afgreiðslu rammaáætlunar um nýtingu og vernd orkusvæða í sumar til að sjá það. Er ekki bara best að auglýsa? Meðferð valds ræður úrslitum um traust almennings til stjórnmálafólks og stjórnmálanna. Hvers vegna kjósa ráðherrar að auglýsa ekki æðstu embætti innan stjórnarráðsins og hjá hinu opinbera? Opinber embætti eru ekki gæði sem ráðherrar útdeila með persónulegu mati á hæfni fólks eða til að safna að sér „bestu vinkonum aðal,“ eins og þar segir. Embætti eru auglýst til að tryggja jafnræði borgaranna. Öll eiga að geta sótt um, fengið faglegt og gagnsætt mat á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Þegar þetta er ekki gert, trekk í trekk, grefur það undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Því spyr ég: er ekki bara best að auglýsa? Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á þessu ári er líka talandi dæmi um skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á valdmörkum og nauðsyn armslengdar við slíkar ákvarðanir. Við bíðum enn skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna en ekki síður haldbærra skýringa fjármála- og efnahagsráðherra og flokkanna sem styðja hann á því hvers vegna ekki var strax samþykkt að gjörningurinn útheimti rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Í þess stað var reidd fram ein stærsta smjörklípa síðara ára – og hún er farin að þrána. Hamfarahlýnun og orkuskipti Daglega horfum við uppá afleiðingar hamfarahlýnunar um allan heim. Það er ekki ofsagt að jörðin brenni. Í þriggja mánaða gömlu áliti Loftslagsráðs má lesa ákalltil stjórnvalda um meiri festu og hraða í lífsnauðsynlegum aðgerðum til að draga úr losun og bregðast við þeim breytingum sem þegar eru hafnar. Þar segir orðrétt: „markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi.“ Óljós og ófullnægjandi! Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég fletti upp í málaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en vonbrigðin voru mikil. Orkuskiptin margumtöluðu og nauðsynlegar lagabreytingar til að forgangsraða orkuöflun í þágu þeirra verða ekki á dagskrá þingsins fyrr en á vormánuðum 2023. Einu og hálfu ári eftir að nýr ráðherra tók við sameinuðu ráðuneyti með afar stórt nafn. Samt leyfir forsætisráðherra sér að segja í stefnuræðu sinni að Ísland sé „á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu, inn í nýtt grænt hagkerfi.“ Hvernig er það, eru ráðherrar ólæsir á stöðuna? Eða kannski bara fastir í málmiðlununum? Nafn Samfylkingarinnar vísar til samfylkingar á fjórða áratug síðustu aldar gegn uppgangi nasisma og fasisma í Evrópu. Hvern hefði grunað þegar við stofnuðum Samfylkinguna vorið 2000 að tveim áratugum síðar væri baráttan gegn fasisma 21. aldarinnar? Fasismi á fínum fötum Í austurvegi er tjáningarfrelsið fótum troðið og stjórnarandstæðingar í fangelsi eða búnir að mæta skyndilegum dauðdaga. Í Svíþjóð er jaðarhreyfing nýnasista orðin næststærsti stjórnmálaflokkurinn. Hina nýju strauma í evrópskum stjórnmálum má kalla fasisma á fínum fötum. Hreyfingarnar eiga það sameiginlegt að ráða ekki við stærstu verkefni samtímans: fólksflutningum skal mætt með lokun landamæra; hamfarahlýnun með afneitun; og kröfunni um jöfnuð og velferð með yfirboðum og skyndilausnum. Það er sótt er að kvenfrelsi og mannréttindum hinsegin fólks, það er sótt að lýðræðinu og hinu opna samfélagi, ekki bara í útlöndum. Hér heima verðum við gera okkar til að næra frelsið og fjölbreytileikann og styrkja samfélagið sem við erum svo heppin að tilheyra. Gildi jafnaðarhugsjónarinnar um jafnrétti, frelsi og samstöðu veita skýra leiðsögn í flóknu verkefnum samtímans og þingmál okkar í Samfylkingunni munu bera þess merki. Samfylkingin er í sókn og sækir kraft sinn í allt það fólk sem hafnar samfélagi hins lægsta samnefnara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Grein þessi byggir á ræðu sem flutt var við stefnuræðu forsætisráðherra 14. sept. 2022.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun