Fótbolti

Danir verðlaunuðu ferðalanga með fríum bjór

Sindri Sverrisson skrifar
Það var boðið upp á bjór fyrir stuðningsmenn Sevilla á Parken í gær. Innan vallar þreytti Ísak Bergmann Jóhannesson frumraun sína í sjálfri Meistaradeild Evrópu, aðeins 19 ára gamall.
Það var boðið upp á bjór fyrir stuðningsmenn Sevilla á Parken í gær. Innan vallar þreytti Ísak Bergmann Jóhannesson frumraun sína í sjálfri Meistaradeild Evrópu, aðeins 19 ára gamall. Samsett/Getty

Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Silkeborg eru ansi góðir gestgjafar að mati spænskra og enskra stuðningsmanna sem mætt hafa til Danmerkur vegna Evrópuleikja í fótbolta í vikunni.

FCK tók á móti Sevilla í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og í kvöld mætir Silkeborg liði West Ham í Sambandsdeildinni.

Eins og fram kom í leikdagspistli Runólfs Trausta Þórhallssonar sem var á Parken í gær þá voru spænskir stuðningsmenn Sevilla þar í miklum minnihluta, eða aðeins 67 gegn tæplega 35.000 stuðningsmönnum FCK.

Spánverjarnir voru hins verðlaunaðir fyrir að gera sér ferð til Danmerkur og fengu frían bjór á Parken, eins og sjá má hér að neðan, og kættust mjög yfir að fá söngvatn til að skála í.

Forráðamenn Silkeborgar vildu svo greinilega ekki vera minni menn því að þegar stuðningsmenn West Ham mættu til að sækja sér miða á leikinn í Silkeborg í dag fengu þeir þar frían bjór í boði danska félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×