Jón Steinar opnar sig um vinslit sín og Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2022 16:05 Jón Steinar og Davíð Oddsson hafa ekki talast við í ár. Jón Steinar segir Davíð líklega í fýlu við sig en hann viti ekki hvað hafi styggt sinn forna vin. vísir/vilhelm/getty Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, segist ekki vita hvers vegna Davíð Oddsson, nú ritstjóra Morgunblaðsins áður forsætisráðherra með meiru, hafi farið í fýlu við sig. Sennilega vegna einhverra skoðana sinna en honum sé sama, hann er bundinn sannfæringu sinni og öðru ekki. Jón Steinar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Meðal þess sem komið er inn á í samtali þeirra er ein af ráðgátunum sem tengist arfleifð Davíðs Oddssonar og áhrifum. Davíð og Jón Steinar voru á árum áður samherjar og miklir mátar, spiluðu bridge saman og fóru í veiðiferðir. Jón Steinar var löngum talinn helsti ráðgjafi Davíðs þegar hann var á hátindi síns valdaferils. En svo varð vík milli vina. Sölvi spyr Jón Steinar út í þetta, sem er nokkuð sem Jón Steinar hefur ekki tjáð sig um áður svo neinu nemi. „Davíð Oddsson hefur aldrei verið neinn áhrifaþáttur í minni lögfræði eða mínum störfum. Í seinni tíð þá hafa komið frá honum hlutir sem ég hef örgustu skömm á,“ segir Jón Steinar. Hinn goðsagnakenndi Eimreiðarhópur en áhrif hópsins, í gegnum Sjálfstæðisflokksins, á íslenskt samfélag eru ómæld. Frá vinstri: Baldur Guðlaugsson, Magnús Gunnarsson, Þór Whitehead, Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Claessen og Hannes Hólmsteinn hvítklæddur. Í aftari röð: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Brynjólfur Bjarnason. Hann segist til dæmis hafa látið í ljós andúð sína á meðferð hæstaréttar á broti þar sem bankamenn voru dæmdir umvörpum í fangelsi fyrir umboðssvikabrot. „Það eru skilyrði fyrir slíkum brotum að menn hafi haft tilgang til auðgunar. Ég skrifaði um þetta og einn af þeim sem voru tengdir Arionbanka, Ólafur Ólafsson, leitaði til mín og ég skrifaði álitsgerð um þann dóm, þar sem ekki stóð steinn yfir steini og brotinn réttur á sakborningi. Ég held, þó að ég viti það ekki fyrir víst að Davíð, gamli vinur minn, hafi alls ekki verið hrifinn af þessu.” Þeir Davíð talast ekki lengur við Jón Steinar segir að þeir Davíð séu ekki lengur vinir. „Nei, við tölum ekki saman. Við höfum ekki talað saman í meira en ár. Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Ég held að það sé út af þessu eða einhverjum öðrum skoðunum sem ég hef haft opinberlega, en hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. En mér er alveg sama, af því að ég lifi fyrir lögfræðina mína og mína eigin sannfæringu.“ Jón Steinar segir að fyrir sína parta komi ekki til greina að gefa afslátt á sinni betri vitund, sinni sannfæringu. „Ég hef alltaf tekið það hlutverk alvarlega að vera lögfræðingur og dómari og að starfa við að verja réttindi borgaranna. Það hefur þýtt það að ég hef oft gagnrýnt Davíð í gegnum tíðina, bæði á pólitískum forsendum og öðrum, þó að það hafi nú aldrei valdið vinslitum fyrr en núna,“ segir Jón Steinar. Og rekur að hann hafi til dæmis aldrei hafa verið hrifinn af því þegar Davíð lét Reykjavíkurborg reisa veitingastað uppi á Öskjuhlíðinni á sínum tíma, þegar Perlan var byggð. Hvaða rugl er þetta? „Hvaða bull er það að Reykjavíkurborg sé að reka veitingastað í Öskjuhlíð? Eða þegar hann ætlaði að láta íslenska ríkið gangast í ríkisábyrgðir fyrir skuldbindingar Íslenskrar Erfðagreiningar. Þetta er einkafyrirtæki! Hvaða rugl er það? Eða þegar hann var að banna einkafyrirtækjum að eiga hlut í fjölmiðlum!“ Jón Steinar rifjar upp að við það tækifæri hafi hann skrifað grein í Morgunblaðið: „Ég styð frelsið”. Hann segir að lífshugsjón sín sé að við byggjum samfélag sem frjálsir einstaklingar. Sem svo beri ábyrgð á því sem við gerum. „Þetta eru mínar grundvallarskoðanir og það að halda mig við þessar hugsjónir hefur oft kostað mig vandræði. Það er oft verið að reyna að gera eitthvað annað úr mér en ég er. Ég er hugsjónamaður, bæði í pólitík og lögfræði. Og ef að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að breyta rétt, þá fær hann engan stuðning hjá mér. Ég neita að láta flokka mig í eitthvað lið,” segir Jón Steinar. Samfélagsmiðlar Dómstólar Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Jón Steinar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Meðal þess sem komið er inn á í samtali þeirra er ein af ráðgátunum sem tengist arfleifð Davíðs Oddssonar og áhrifum. Davíð og Jón Steinar voru á árum áður samherjar og miklir mátar, spiluðu bridge saman og fóru í veiðiferðir. Jón Steinar var löngum talinn helsti ráðgjafi Davíðs þegar hann var á hátindi síns valdaferils. En svo varð vík milli vina. Sölvi spyr Jón Steinar út í þetta, sem er nokkuð sem Jón Steinar hefur ekki tjáð sig um áður svo neinu nemi. „Davíð Oddsson hefur aldrei verið neinn áhrifaþáttur í minni lögfræði eða mínum störfum. Í seinni tíð þá hafa komið frá honum hlutir sem ég hef örgustu skömm á,“ segir Jón Steinar. Hinn goðsagnakenndi Eimreiðarhópur en áhrif hópsins, í gegnum Sjálfstæðisflokksins, á íslenskt samfélag eru ómæld. Frá vinstri: Baldur Guðlaugsson, Magnús Gunnarsson, Þór Whitehead, Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Claessen og Hannes Hólmsteinn hvítklæddur. Í aftari röð: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Brynjólfur Bjarnason. Hann segist til dæmis hafa látið í ljós andúð sína á meðferð hæstaréttar á broti þar sem bankamenn voru dæmdir umvörpum í fangelsi fyrir umboðssvikabrot. „Það eru skilyrði fyrir slíkum brotum að menn hafi haft tilgang til auðgunar. Ég skrifaði um þetta og einn af þeim sem voru tengdir Arionbanka, Ólafur Ólafsson, leitaði til mín og ég skrifaði álitsgerð um þann dóm, þar sem ekki stóð steinn yfir steini og brotinn réttur á sakborningi. Ég held, þó að ég viti það ekki fyrir víst að Davíð, gamli vinur minn, hafi alls ekki verið hrifinn af þessu.” Þeir Davíð talast ekki lengur við Jón Steinar segir að þeir Davíð séu ekki lengur vinir. „Nei, við tölum ekki saman. Við höfum ekki talað saman í meira en ár. Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Ég held að það sé út af þessu eða einhverjum öðrum skoðunum sem ég hef haft opinberlega, en hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. En mér er alveg sama, af því að ég lifi fyrir lögfræðina mína og mína eigin sannfæringu.“ Jón Steinar segir að fyrir sína parta komi ekki til greina að gefa afslátt á sinni betri vitund, sinni sannfæringu. „Ég hef alltaf tekið það hlutverk alvarlega að vera lögfræðingur og dómari og að starfa við að verja réttindi borgaranna. Það hefur þýtt það að ég hef oft gagnrýnt Davíð í gegnum tíðina, bæði á pólitískum forsendum og öðrum, þó að það hafi nú aldrei valdið vinslitum fyrr en núna,“ segir Jón Steinar. Og rekur að hann hafi til dæmis aldrei hafa verið hrifinn af því þegar Davíð lét Reykjavíkurborg reisa veitingastað uppi á Öskjuhlíðinni á sínum tíma, þegar Perlan var byggð. Hvaða rugl er þetta? „Hvaða bull er það að Reykjavíkurborg sé að reka veitingastað í Öskjuhlíð? Eða þegar hann ætlaði að láta íslenska ríkið gangast í ríkisábyrgðir fyrir skuldbindingar Íslenskrar Erfðagreiningar. Þetta er einkafyrirtæki! Hvaða rugl er það? Eða þegar hann var að banna einkafyrirtækjum að eiga hlut í fjölmiðlum!“ Jón Steinar rifjar upp að við það tækifæri hafi hann skrifað grein í Morgunblaðið: „Ég styð frelsið”. Hann segir að lífshugsjón sín sé að við byggjum samfélag sem frjálsir einstaklingar. Sem svo beri ábyrgð á því sem við gerum. „Þetta eru mínar grundvallarskoðanir og það að halda mig við þessar hugsjónir hefur oft kostað mig vandræði. Það er oft verið að reyna að gera eitthvað annað úr mér en ég er. Ég er hugsjónamaður, bæði í pólitík og lögfræði. Og ef að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að breyta rétt, þá fær hann engan stuðning hjá mér. Ég neita að láta flokka mig í eitthvað lið,” segir Jón Steinar.
Samfélagsmiðlar Dómstólar Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira