„Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. september 2022 21:45 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var eðlilega súr og svekktur eftir eins marks tap gegn Selfyssingum, 28-27, í Olís-deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. „Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum. Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
„Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum.
Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53