„Erum búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum sex ára eða eitthvað“ Jón Már Ferro skrifar 15. september 2022 22:30 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Að hafa náð svona góðum leik í vígsluleiknum. Það er smá ævintýri yfir þessu,“ sagði hrærður Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, eftir frábæran sigur á Haukum 33-29 í fyrsta leik félagsins á nýjum heimavelli í Skógarseli. „Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum. ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
„Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum.
ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00