Þurfti að hafna myndatöku eftir að leikur var hafinn Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 08:30 Cristiano Ronaldo fagnaði marki sínu gegn Sheriff í gær, í 2-0 sigri. Getty/Oleg Bilsagaev Kona sem hugðist fá að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo í miðjum leik Sheriff og Manchester United í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld hafði ekki erindi sem erfiði. Konan var sjúkrastarfsmaður á vellinum en ákvað að sæta færis þegar að leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og reyna að fá af sér mynd með portúgölsku ofurstjörnunni. Ronaldo er sjálfsagt ýmsu vanur í þessum efnum en þó er óvenjulegt að knattspyrnumenn séu beðnir um mynd þegar öll einbeiting er á leikinn sem þeir eru að spila. Hann veit reyndar líka að þeir skora sem að þora en sýndi konunni strax með látbragði að myndataka kæmi ekki til greina, eins og sjá má hér að neðan. A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it pic.twitter.com/qYIRsvmtQU— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022 Annar starfsmaður á vellinum kom strax í kjölfarið og vísaði konunni í burtu á meðan að leikmenn United gengu áfram inn til búningsklefa. Ronaldo skoraði úr víti í leiknum, í 2-0 sigri United, og var hrósað af knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Þrátt fyrir allt tal um að Ronaldo hafi viljað losna frá United í sumar og vilji enn fara þá segir Ten Hag að ekkert vanti upp á að Ronaldo leggi sig allan fram fyrir félagið. Hann hafi misst af undirbúningstímabilinu og þurfi tíma til að komast í sitt besta ástand en að þá muni hann skora fleiri mörk. „Maður gat séð hvað hann er nálægt þessu og þegar hann verður hraustari mun hann klára [þessi færi]. Ég tel að hann leggi sig allan fram í þetta verkefni og allan fram fyrir þetta lið, og sé með af öllum þunga,“ sagði Ten Hag. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Konan var sjúkrastarfsmaður á vellinum en ákvað að sæta færis þegar að leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og reyna að fá af sér mynd með portúgölsku ofurstjörnunni. Ronaldo er sjálfsagt ýmsu vanur í þessum efnum en þó er óvenjulegt að knattspyrnumenn séu beðnir um mynd þegar öll einbeiting er á leikinn sem þeir eru að spila. Hann veit reyndar líka að þeir skora sem að þora en sýndi konunni strax með látbragði að myndataka kæmi ekki til greina, eins og sjá má hér að neðan. A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it pic.twitter.com/qYIRsvmtQU— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022 Annar starfsmaður á vellinum kom strax í kjölfarið og vísaði konunni í burtu á meðan að leikmenn United gengu áfram inn til búningsklefa. Ronaldo skoraði úr víti í leiknum, í 2-0 sigri United, og var hrósað af knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Þrátt fyrir allt tal um að Ronaldo hafi viljað losna frá United í sumar og vilji enn fara þá segir Ten Hag að ekkert vanti upp á að Ronaldo leggi sig allan fram fyrir félagið. Hann hafi misst af undirbúningstímabilinu og þurfi tíma til að komast í sitt besta ástand en að þá muni hann skora fleiri mörk. „Maður gat séð hvað hann er nálægt þessu og þegar hann verður hraustari mun hann klára [þessi færi]. Ég tel að hann leggi sig allan fram í þetta verkefni og allan fram fyrir þetta lið, og sé með af öllum þunga,“ sagði Ten Hag.
Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira