Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 2-1 FH | Stjarnan endar í efri helming og FH í fallsæti Atli Arason skrifar 17. september 2022 15:55 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjarnan endar fyrsta leiktímabil Bestu-deildarinnar í 6. sæti og leikur því í efri hluta úrslitakeppninnar eftir 2-1 sigur á FH í lokaumferð deildarkeppninnar. Á sama tíma enda FH-ingar deildarkeppninna í fallsæti. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Garðbæinga í dag. Heimamenn fengu draumabyrjun þegar Ísak Andri skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Ísak fékk þá boltann frá Óskari Erni eftir hornspyrnu og skorar með skoti frá horni vítateigsins en skot Ísaks átti viðkomu af varnarmanni FH og þaðan fór boltinn í netið. Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði leikinn fyrir FH-inga á 20. mínútu þegar hann skallaði knöttinn í mark Stjörnunnar eftir fyrirgjöf Ólafs Guðmundssonar frá vinstri væng. Stuttu fyrir hálfleik er Ísak Andri búinn að skora sitt annað mark sitt í leiknum og koma Stjörnunni aftur í forystu. Hornspyrna Óskars Arnar fer þá manna á milli áður en boltinn endar úti vinstra megin hjá Ísaki sem keyrir inn á vítateig og leggur boltann í fjærhornið. Stjarnan leiddi 2-1 í leikhlé en í síðari hálfleik voru gestirnir mun sprækari og áttu fjölda marktækifæra sem þeim tókst ekki að nýta sér og leiknum lauk því með 2-1 sigri Stjörnunnar. Afhverju vann Stjarnan? Ísaki Andra tókst að nýta sér þá brauðmola sem féllu fyrir hann eftir hornspyrnu Óskars Arnars. Gæði Ísaks gerðu gæfumuninn í dag í annars jöfnum leik. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Andri aftur. Ísak skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og er því augljós kandídat í besta leikmann leiksins. Hvað gerist næst? Stjarnan leikur gegn Breiðablik í fyrsta leik efri hluta úrslitakeppninnar þann 2. október á meðan FH fer í heimsókn til Eyjamanna sama dag, í neðri hluta úrslitakeppninnar. „Svo mikill þvæla að hálfa væri nóg“ Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. Það hefur verið í umræðunni að undanförnu að samstarf Ágústs Gylfasonar, þjálfara Stjörnunnar, og aðstoðarþjálfarans Jökuls Elísabetarsyni, hangi á bláþræði og von sé á breytingum á þjálfarateyminu vegna óeiningar þeirra á milli. Ágúst vísar þessum orðrómi hins vegar til föðurhúsanna. „Það er enginn óeining. Þetta er svo mikill þvæla að hálfa væri nóg, við Jökull erum frábærir félagar og vinnum vel og gott starf hérna í Garðabænum,“ sagði Ágúst Gylfason, í viðtali við Vísi eftir 2-1 sigur Stjörnunnar á FH. Sigur Stjörnunnar var fyrsti sigur liðsins í síðustu sex viðureignum. „Það er gott að ná að fyrsta markmiðinu eftir að hafa verið í krummafót síðustu fimm leikjum. Við náum að snúa þessu við í dag á móti FH sem er mjög kærkomið því þá er fyrsta markmiðinu náð, að vera í efri hlutanum.“ Stjarnan kom inn í þennan leik eftir að hafa tapað síðustu fimm leikjum í röð þar á undan. Ágúst sá augljósan mun á liði sínu í dag miðað við síðustu umferðir. „Þéttleiki, samvinna og liðsheild sem vinnur sigurinn í dag. Það voru allir tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og maður sá það bara í andlitinu á öllum, leikmönnum, þjálfarateyminu og stuðningsfólki. Að mínu viti áttum við þetta skilið,“ svaraði Ágúst, aðspurður út í breytingu á leik liðsins milli leikja. Stjarnan endar mótið í 6. sæti og leikur við Breiðablik í fyrsta leik úrslitakeppninnar sunnudaginn 2. október. „Við þurfum hvort eð er að mæta öllum liðum í efri hlutanum þannig það er bara fínt að fá Breiðablik í fyrsta leik,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH
Stjarnan endar fyrsta leiktímabil Bestu-deildarinnar í 6. sæti og leikur því í efri hluta úrslitakeppninnar eftir 2-1 sigur á FH í lokaumferð deildarkeppninnar. Á sama tíma enda FH-ingar deildarkeppninna í fallsæti. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Garðbæinga í dag. Heimamenn fengu draumabyrjun þegar Ísak Andri skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Ísak fékk þá boltann frá Óskari Erni eftir hornspyrnu og skorar með skoti frá horni vítateigsins en skot Ísaks átti viðkomu af varnarmanni FH og þaðan fór boltinn í netið. Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði leikinn fyrir FH-inga á 20. mínútu þegar hann skallaði knöttinn í mark Stjörnunnar eftir fyrirgjöf Ólafs Guðmundssonar frá vinstri væng. Stuttu fyrir hálfleik er Ísak Andri búinn að skora sitt annað mark sitt í leiknum og koma Stjörnunni aftur í forystu. Hornspyrna Óskars Arnar fer þá manna á milli áður en boltinn endar úti vinstra megin hjá Ísaki sem keyrir inn á vítateig og leggur boltann í fjærhornið. Stjarnan leiddi 2-1 í leikhlé en í síðari hálfleik voru gestirnir mun sprækari og áttu fjölda marktækifæra sem þeim tókst ekki að nýta sér og leiknum lauk því með 2-1 sigri Stjörnunnar. Afhverju vann Stjarnan? Ísaki Andra tókst að nýta sér þá brauðmola sem féllu fyrir hann eftir hornspyrnu Óskars Arnars. Gæði Ísaks gerðu gæfumuninn í dag í annars jöfnum leik. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Andri aftur. Ísak skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og er því augljós kandídat í besta leikmann leiksins. Hvað gerist næst? Stjarnan leikur gegn Breiðablik í fyrsta leik efri hluta úrslitakeppninnar þann 2. október á meðan FH fer í heimsókn til Eyjamanna sama dag, í neðri hluta úrslitakeppninnar. „Svo mikill þvæla að hálfa væri nóg“ Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. Það hefur verið í umræðunni að undanförnu að samstarf Ágústs Gylfasonar, þjálfara Stjörnunnar, og aðstoðarþjálfarans Jökuls Elísabetarsyni, hangi á bláþræði og von sé á breytingum á þjálfarateyminu vegna óeiningar þeirra á milli. Ágúst vísar þessum orðrómi hins vegar til föðurhúsanna. „Það er enginn óeining. Þetta er svo mikill þvæla að hálfa væri nóg, við Jökull erum frábærir félagar og vinnum vel og gott starf hérna í Garðabænum,“ sagði Ágúst Gylfason, í viðtali við Vísi eftir 2-1 sigur Stjörnunnar á FH. Sigur Stjörnunnar var fyrsti sigur liðsins í síðustu sex viðureignum. „Það er gott að ná að fyrsta markmiðinu eftir að hafa verið í krummafót síðustu fimm leikjum. Við náum að snúa þessu við í dag á móti FH sem er mjög kærkomið því þá er fyrsta markmiðinu náð, að vera í efri hlutanum.“ Stjarnan kom inn í þennan leik eftir að hafa tapað síðustu fimm leikjum í röð þar á undan. Ágúst sá augljósan mun á liði sínu í dag miðað við síðustu umferðir. „Þéttleiki, samvinna og liðsheild sem vinnur sigurinn í dag. Það voru allir tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og maður sá það bara í andlitinu á öllum, leikmönnum, þjálfarateyminu og stuðningsfólki. Að mínu viti áttum við þetta skilið,“ svaraði Ágúst, aðspurður út í breytingu á leik liðsins milli leikja. Stjarnan endar mótið í 6. sæti og leikur við Breiðablik í fyrsta leik úrslitakeppninnar sunnudaginn 2. október. „Við þurfum hvort eð er að mæta öllum liðum í efri hlutanum þannig það er bara fínt að fá Breiðablik í fyrsta leik,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti