Karlmaður sem beit dyravörð undi ekki dómnum eftir allt saman Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2022 16:30 Landsréttur vísaði áfrýjun mannsins frá. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem í fyrra var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að bíta dyravörð hætti við að una dómnum nokkrum dögum eftir því að dómurinn var birtur honum. Áfrýjun mannsins var vísað frá í Landsrétti. Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira