„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 23:16 Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sagði söguna af því þegar hún var óvænt komin á lokamót EM í knattspyrnu í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð. „Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“ Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
„Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“
Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira