Instagram og Tiktok seilast í vinsældir BeReal Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. september 2022 22:30 Hér má sjá írskan stelpnahóp nota BeReal á fótboltaleik. Getty/Stephen McCarthy Samfélagsmiðillin BeReal hefur notið mikilla vinsælda nú nýverið. Svo miklar virðast vinsældirnar vera orðnar að aðrir samfélagsmiðlar hleypt úr vör nýjum möguleikum innan forrita sem virðast líkjast virkni BeReal. Franski samfélagsmiðillinn BeReal var stofnaður fyrir tveimur árum síðan en grunnvirkni hans er einföld. Notendur fá tilkynningu sem segir þeim að nú sé kominn tími til að taka mynd af því sem þeir séu að gera þá og þegar. Þegar notendur ýta á tilkynninguna fara þeir inn í smáforritið sem lætur þá taka mynd. Til þess að sjá myndir vina þinna eða annarra á forritinu þarft þú að taka mynd sjálfur en þegar þú ert kominn inn í forritið hefur þú tvær mínútur til þess að taka myndina. Hér má sjá hvernig BeReal tilkynning birtist.Rúnar Vilberg Vinir þínir á forritinu sjá hversu „seinn“ þú varst að taka myndina miðað við hvenær tilkynningin kom og hversu oft þú tókst myndina áður en þú birtir hana. Tilkynningarnar frá forritinu koma einu sinni á dag á handahófskenndum tímum svo notendur ráða litlu um hvaða augnablik úr lífi sínu þeir sýna, vilji þeir sjá myndir vina sinna þann daginn. Myndirnar sem koma fram í forritinu eru sérstakar að því leitinu til að þær notfæra sér báðar myndavélar símans í einu, þú getur tekið sjálfu og mynd af umhverfinu þínu í einu. Washington Post greinir frá því að nú hafi samfélagsmiðillinn Tiktok kynnt til leiks nýjan kima samfélagsins sem beri heitið „Tiktok Now.“ Þessi nýja virkni sé þannig að notendur fái tilkynningu einu sinni á dag sem hvetur þá til að taka óuppstillta mynd af sér, á því augnabliki. Virkni Tiktok noti einnig báðar myndavélar símans. Tiktok sé þó ekki eini miðillinn sem virðist herma eftir BeReal en Meta hafi staðfest að Instagram væri að vinna í svipaðri virkni sem kallist „IG Candid Challenges,“ það væri þó ekki í prófun hjá almenningi enn sem komið er. Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Franski samfélagsmiðillinn BeReal var stofnaður fyrir tveimur árum síðan en grunnvirkni hans er einföld. Notendur fá tilkynningu sem segir þeim að nú sé kominn tími til að taka mynd af því sem þeir séu að gera þá og þegar. Þegar notendur ýta á tilkynninguna fara þeir inn í smáforritið sem lætur þá taka mynd. Til þess að sjá myndir vina þinna eða annarra á forritinu þarft þú að taka mynd sjálfur en þegar þú ert kominn inn í forritið hefur þú tvær mínútur til þess að taka myndina. Hér má sjá hvernig BeReal tilkynning birtist.Rúnar Vilberg Vinir þínir á forritinu sjá hversu „seinn“ þú varst að taka myndina miðað við hvenær tilkynningin kom og hversu oft þú tókst myndina áður en þú birtir hana. Tilkynningarnar frá forritinu koma einu sinni á dag á handahófskenndum tímum svo notendur ráða litlu um hvaða augnablik úr lífi sínu þeir sýna, vilji þeir sjá myndir vina sinna þann daginn. Myndirnar sem koma fram í forritinu eru sérstakar að því leitinu til að þær notfæra sér báðar myndavélar símans í einu, þú getur tekið sjálfu og mynd af umhverfinu þínu í einu. Washington Post greinir frá því að nú hafi samfélagsmiðillinn Tiktok kynnt til leiks nýjan kima samfélagsins sem beri heitið „Tiktok Now.“ Þessi nýja virkni sé þannig að notendur fái tilkynningu einu sinni á dag sem hvetur þá til að taka óuppstillta mynd af sér, á því augnabliki. Virkni Tiktok noti einnig báðar myndavélar símans. Tiktok sé þó ekki eini miðillinn sem virðist herma eftir BeReal en Meta hafi staðfest að Instagram væri að vinna í svipaðri virkni sem kallist „IG Candid Challenges,“ það væri þó ekki í prófun hjá almenningi enn sem komið er.
Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira