Segir að margt þurfi að breytast hjá Bayern og að stefnan sé slæm Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 07:02 Julian Nagelsmann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni hjá Bayern. Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, var ómyrkur í máli eftir 1-0 tap liðsins gegn Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“ Þýski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“
Þýski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira