Segir að margt þurfi að breytast hjá Bayern og að stefnan sé slæm Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 07:02 Julian Nagelsmann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni hjá Bayern. Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, var ómyrkur í máli eftir 1-0 tap liðsins gegn Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“ Þýski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“
Þýski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira