Spáð er smáskúrum sunnan- og vestanlands og rigning síðdegis, en þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti sjö til fjártan stig, hlýjast norðaustantil.
Veðurhorfur næstu daga:
Á morgun:
Sunnan og suðaustan 5-15 m/s og rigning með köflum á morgun, hvassast syðst, en þurrt norðaustantil fram eftir kvöldi. Hlýnar heldur.
Á þriðjudag:
Sunnan 3-10 m/s og dálítil væta, en bjart með köflum austanlands. Bætir í úrkomu sunnan- og vestantil um kvöldið. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og sums staðar skúrir, en rigning austantil fram undir hádegi. Hiti 8 til 13 stig.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt og dálítil rigning eða skúrir, en þurrt og bjart suðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig, mildast á Suðaustur- og Austurlandi.
Á föstudag (haustjafndægur):
Norðvestan- og vestanátt. Dálítil él norðaustanlands, annars skýjað með köflum. Svalt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðvestanátt með rigningu og hlýnandi veðri.