Vandræði FCK halda áfram eftir tap í Íslendingaslag | Lyngy enn í leit að sínum fyrsta sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 17:57 Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp eina mark FCK í tapinu í dag. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Dönsku meistararnir í FCK hafa nú tapað sex af fyrstu tíu leikjum tímabils eftir 2-1 tap gegn Midtjylland í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers. Danski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers.
Danski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti