Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson skrifa 19. september 2022 00:18 Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“ Þessar ásakanir setja konurnar fram nauðbeygðar „í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins“ sem birst höfðu skömmu áður á fésbókarsíðu varaformannsins. Samhengið hér á milli vekur óneitanlega upp spurningar en spáum ekki í eyður heldur höldum okkur við staðreyndir. Fullyrðingar kvennanna eru svo fjarri öllum sanni sem hugsast getur. Síðan Brynjólfur náði kjöri í bæjarstjórn Akureyrar hefur forustusveit flokksins fundað býsna reglulega. Sú sveit er skipuð okkur undirrituðum og konunum þremur sem nú bera okkur þungum sökum. Á þessum trúnaðarfundum hafa þær aldrei – við undirstrikum aldrei – verið lítilsvirtar, hvað þá kallaðar vitlausar eða geðveikar. Þvert á móti hafa þar allir setið við sama borð, verið jafningjar, og þær ekki síður en undirritaðir haft orðið. Hvað varðar 10. septemberfundinn þá mætti Málfríður Þórðardóttir grátandi á þann fund. Hefur eitthvað komið fyrir, er hægt að gera eitthvað fyrir þig, eigum við ekki að fresta fundi uns þú hefur jafnað þig? Með þessum orðum var tekið á móti henni. Það hvessti hins vegar þegar umræðan hófst um tilraun hennar og stallsystra til að hrekja Brynjólf úr bæjarstjórn. Sem að vísu átti að gerast undir yfirskini mannkærleika. Semja átti „tilmæli“ þar sem Brynjólfur væri hvattur til að taka sér veikindaleyfi sem hafði þó aldrei verið borið undir hann sjálfan, er hann þó læknir að mennt. Skoðun Jóns var að slík tilmæli hefði fyrst átt að ræða augliti til auglitis við meintan sjúkling og beindi hann þeirri spurningu til Málfríðar hvort hún væri honum ósammála. Hún vék sér ítrekað undan að svara. Þá barði Jón í borðið og heimtaði ákveðið svar. Þetta er allt „ofbeldið“ sem þessar konur geta mögulega kvartað undan. Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar. Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst. Sú krafa er hér með ítrekuð. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir Jón Hjaltason sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Akureyri Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“ Þessar ásakanir setja konurnar fram nauðbeygðar „í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins“ sem birst höfðu skömmu áður á fésbókarsíðu varaformannsins. Samhengið hér á milli vekur óneitanlega upp spurningar en spáum ekki í eyður heldur höldum okkur við staðreyndir. Fullyrðingar kvennanna eru svo fjarri öllum sanni sem hugsast getur. Síðan Brynjólfur náði kjöri í bæjarstjórn Akureyrar hefur forustusveit flokksins fundað býsna reglulega. Sú sveit er skipuð okkur undirrituðum og konunum þremur sem nú bera okkur þungum sökum. Á þessum trúnaðarfundum hafa þær aldrei – við undirstrikum aldrei – verið lítilsvirtar, hvað þá kallaðar vitlausar eða geðveikar. Þvert á móti hafa þar allir setið við sama borð, verið jafningjar, og þær ekki síður en undirritaðir haft orðið. Hvað varðar 10. septemberfundinn þá mætti Málfríður Þórðardóttir grátandi á þann fund. Hefur eitthvað komið fyrir, er hægt að gera eitthvað fyrir þig, eigum við ekki að fresta fundi uns þú hefur jafnað þig? Með þessum orðum var tekið á móti henni. Það hvessti hins vegar þegar umræðan hófst um tilraun hennar og stallsystra til að hrekja Brynjólf úr bæjarstjórn. Sem að vísu átti að gerast undir yfirskini mannkærleika. Semja átti „tilmæli“ þar sem Brynjólfur væri hvattur til að taka sér veikindaleyfi sem hafði þó aldrei verið borið undir hann sjálfan, er hann þó læknir að mennt. Skoðun Jóns var að slík tilmæli hefði fyrst átt að ræða augliti til auglitis við meintan sjúkling og beindi hann þeirri spurningu til Málfríðar hvort hún væri honum ósammála. Hún vék sér ítrekað undan að svara. Þá barði Jón í borðið og heimtaði ákveðið svar. Þetta er allt „ofbeldið“ sem þessar konur geta mögulega kvartað undan. Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar. Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst. Sú krafa er hér með ítrekuð. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir Jón Hjaltason sagnfræðingur
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun