Skoðun

Fallegasta fangelsið

Gunnar Dan Wiium skrifar

Ég er að sjá það meira og meira að jörðin er fangelsi eins og vinur minn Sitting Bull orðaði það. Þetta er algjört tilgangsleysi og allt of stórt. Að fæðast hérna og vera bundin í þennan hjúp innan um 8 milljarða aðra. Þetta er aðeins nanóseconda sem við tökum á okkur þessa mynd. Við höldum að við séum eitthvað, kaupum grill, Teslur, hjólhýsi og náum okkur í gráður. Allt því við viljum eilífð en þetta er aðeins nanósecónda. Ég sagði við pabba minn um daginn að eftir 15 ár verð ég 61. Ég var að kaupa mér minn fyrsta geisladisk fyrir korteri, fyrir fermingarpeninginn, Easy-E að dissha kellingar og ræna sjoppur. Þetta er farið áður en það kom og vanmátturinn er algjör. Jörðin er græn og gjöful samt sláumst við og drepum hvort annað. Stríðið er LIVE og framboðið kallar á eftirspurn og því er hreyfing í huldum heimum. Okkur eru mataðar upplýsingar úr veitum í eigu eins prósents, þeir lyfja, fæða, dáleiða fjöldan í síkópatískri ofurgreind. Algjör einkavæðing í allri sinni skilyrtu samkennd. 8 milljarðar menn og konur eru einn líkami og hann telur sig eilífan en er það ekki. Allt tekur þetta enda og sýningin er dramatísk. Svo höldum áfram að þjösnast um og gera stöff, ekki gera ekki neitt segja þeir og áður en ég veit af fæ ég krabbamein í rassinn og aðeins þá mun ég læra að sleppa því mér þarf að vera hent fram af brúninni til að átta mig á hversu lítið ég´ið raunverulega er. Gleðilegan mánudag.

Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×