Segja grímuklædda stuðningsmenn Bröndby hafa ógnað sér Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 13:00 Stuðningsmenn FCK segja stuðningsmenn Bröndby hafa ógnað sér á Fjóni í gær. Getty/Lars Ronbog Stuðningsmönnum Bröndby og FC Kaupmannahafnar lenti saman á heimleið til Kaupmannahafnar eftir að bæði lið höfðu verið að spila á Jótlandi í gær, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bröndby gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Viborg en FCK tapaði 2-1 á útivelli gegn Midtjylland. Lögreglan á Fjóni staðfesti að til átaka hefði komið þegar stuðningsmenn liðanna voru á sama áningarstað á leiðinni heim, og í tilkynningu frá FCK segir að ráðist hafi verið á stuðningsmenn liðsins og rúturnar sem þeir ferðuðust í. Vi har desværre modtaget mange meldinger, inklusiv fra ansatte i klubben, om, at tilfældige FCK fans og deres busser er blevet overfaldet på en rasteplads på Fyn på vej hjem fra kampen i Herning. Vi håber alle er uskadte og tager skarp afstand fra den idioti.— F.C. København (@FCKobenhavn) September 18, 2022 Á heimasíðu stuðningsmannafélags FCK segir að í raun hafi grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby ráðist að rútunum sem stuðningsmenn FCK ferðuðust í. Rúturnar hafi stöðvað á áningarstaðnum í von um að rútur Bröndby-stuðningsmanna færu framhjá og áleiðis til Kaupmannahafnar án þess að hóparnir ættu á hættu að mætast. Lögregla hafi jafnframt búið til vegartálma með tveimur lögreglubílum en af óútskýrðum ástæðum hafi ein Bröndby-rútan komist inn fyrir tálmana og úr henni hafi komið menn sem réðust að FCK-rútunum. Í tilkynningu stuðningsmannafélags FCK segir að hins vegar hafi enginn meiðst og að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðunum. „Við erum sorgmædd yfir því að enn einu sinni sé ráðist á friðsæla stuðningsmenn FCK sem reyna að fylgja liðinu sínu eftir. Við erum líka leið yfir því að svona árás verði þegar sérstaklega er reynt að koma í veg fyrir átök og við eigum alltaf í góðum samræðum við lögreglu og stuðningsmannafélag Bröndby til að koma í veg fyrir að rútur liðanna séu á sama stað,“ segir í tilkynningunni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Bröndby gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Viborg en FCK tapaði 2-1 á útivelli gegn Midtjylland. Lögreglan á Fjóni staðfesti að til átaka hefði komið þegar stuðningsmenn liðanna voru á sama áningarstað á leiðinni heim, og í tilkynningu frá FCK segir að ráðist hafi verið á stuðningsmenn liðsins og rúturnar sem þeir ferðuðust í. Vi har desværre modtaget mange meldinger, inklusiv fra ansatte i klubben, om, at tilfældige FCK fans og deres busser er blevet overfaldet på en rasteplads på Fyn på vej hjem fra kampen i Herning. Vi håber alle er uskadte og tager skarp afstand fra den idioti.— F.C. København (@FCKobenhavn) September 18, 2022 Á heimasíðu stuðningsmannafélags FCK segir að í raun hafi grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby ráðist að rútunum sem stuðningsmenn FCK ferðuðust í. Rúturnar hafi stöðvað á áningarstaðnum í von um að rútur Bröndby-stuðningsmanna færu framhjá og áleiðis til Kaupmannahafnar án þess að hóparnir ættu á hættu að mætast. Lögregla hafi jafnframt búið til vegartálma með tveimur lögreglubílum en af óútskýrðum ástæðum hafi ein Bröndby-rútan komist inn fyrir tálmana og úr henni hafi komið menn sem réðust að FCK-rútunum. Í tilkynningu stuðningsmannafélags FCK segir að hins vegar hafi enginn meiðst og að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðunum. „Við erum sorgmædd yfir því að enn einu sinni sé ráðist á friðsæla stuðningsmenn FCK sem reyna að fylgja liðinu sínu eftir. Við erum líka leið yfir því að svona árás verði þegar sérstaklega er reynt að koma í veg fyrir átök og við eigum alltaf í góðum samræðum við lögreglu og stuðningsmannafélag Bröndby til að koma í veg fyrir að rútur liðanna séu á sama stað,“ segir í tilkynningunni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira