„Kallar eftir frelsun bænda“ Erna Bjarnadóttir skrifar 19. september 2022 12:00 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun