Sjáðu mörkin sem héldu titilvonum Blika á lífi, felldu KR og héldu Þór/KA líklega uppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 15:30 Selfoss skoraði fimm í Vesturbænum og felldi KR. Vísir/Hulda Margrét Þrír leikir í Bestu deild kvenna í fótbolta fóru fram í gær, sunnudag. Alls voru 15 mörk skoruð og þau má öll sjá hér að neðan. Í Vesturbænum var Selfoss í heimsókn. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn 5-3 sem þýddi að KR mun spila í Lengjudeildinni árið 2023. Eftir leik hefur hávær umræða myndast í kringum umgjörð KR-liðsins. Hvað leikinn sjálfan varðar þá kom Íris Una Þórðardóttir gestunum yfir en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði skömmu síðar. Miranda Nild sá þó til þess að Selfoss var 2-1 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Marcella Barberic metin áður en Íris Una gerði annað mark sitt. Miranda gerði svo slíkt hið sama og staðan 3-2 gestunum í vil áður en Katla María, systir Írisar Unu, bætti við fimmta marki gestanna. Rasamee Phonsongkham minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 3-5 í miklum markaleik. Klippa: Besta deild kvenna: KR 3-5 Selfoss Í Kópavogi var Afturelding í heimsókn en gestirnir þurftu á þremur stigum að halda til að reyna halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik þurfti hins vegar sigur til að halda í þá veiku von að liðið gæti náð toppliði Vals. Markalaust var í hálfleik en Írena Héðinsdóttir Gonzales kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir bætti svo við tveimur mörkum og Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Breiðablik 3-0 Afturelding Í Keflavík var Þór/KA í heimsókn en bæði lið voru fyrir leik rétt fyrir ofan fallsæti. Þrjú mörk á átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari gerðu út um leikinn. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tvöfaldaði forystuna og Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði svo sigurinn. Það skipti engu að Caroline Van Slambrouck hafi minnkað muninn á 66. mínútu. Lokatölur 1-3 og Þór/KA svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 1-3 Þór/KA Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Í Vesturbænum var Selfoss í heimsókn. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn 5-3 sem þýddi að KR mun spila í Lengjudeildinni árið 2023. Eftir leik hefur hávær umræða myndast í kringum umgjörð KR-liðsins. Hvað leikinn sjálfan varðar þá kom Íris Una Þórðardóttir gestunum yfir en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði skömmu síðar. Miranda Nild sá þó til þess að Selfoss var 2-1 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Marcella Barberic metin áður en Íris Una gerði annað mark sitt. Miranda gerði svo slíkt hið sama og staðan 3-2 gestunum í vil áður en Katla María, systir Írisar Unu, bætti við fimmta marki gestanna. Rasamee Phonsongkham minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 3-5 í miklum markaleik. Klippa: Besta deild kvenna: KR 3-5 Selfoss Í Kópavogi var Afturelding í heimsókn en gestirnir þurftu á þremur stigum að halda til að reyna halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik þurfti hins vegar sigur til að halda í þá veiku von að liðið gæti náð toppliði Vals. Markalaust var í hálfleik en Írena Héðinsdóttir Gonzales kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir bætti svo við tveimur mörkum og Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Breiðablik 3-0 Afturelding Í Keflavík var Þór/KA í heimsókn en bæði lið voru fyrir leik rétt fyrir ofan fallsæti. Þrjú mörk á átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari gerðu út um leikinn. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tvöfaldaði forystuna og Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði svo sigurinn. Það skipti engu að Caroline Van Slambrouck hafi minnkað muninn á 66. mínútu. Lokatölur 1-3 og Þór/KA svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 1-3 Þór/KA
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32