Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, er sagður hafa valið Arnar Má að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og stjórn Byggðastofnunar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Skipanin í embættið tók gildi föstudaginn 16. september.
Arnar Már lauk B.A.-prófi í hagfræði frá Winthrop University í USA og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við fjármál og lánastarfsemi frá árinu 2004 hjá SPRON, Íslandsbanka og síðar Byggðastofnun.
Frá 1. febrúar á þessu ári hefur Arnar Már verið starfandi forstjóri Byggðastofnunar en var áður forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar og staðgengill forstjóra frá árinu 2016.
Byggðastofnun er staðsett á Sauðárkróki. Forstjóri Byggðastofnunar ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar, þjónustu og árangri. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu.