Söguleg og tilfinningaþrungin athöfn: „Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt“ Fanndís Birna Logadóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. september 2022 17:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú ræddu við Kristínu Ólafsdóttur fréttamann eftir útför Elísabetar II. Stöð 2/Einar Íslensku forsetahjónin segja það heiður að hafa fengið að vera viðstödd útför Elísabetar II drottningar sem fór fram í dag. Það hafi verið tilfinningaþrungið og sögulegt, sjötíu ár Elísabetar í embætti hafi einkennst af þjónustu, samviskusemi og virðingu. Um fimm hundruð fulltrúar um tvö hundruð þjóða heims voru viðstaddir. Forsetafrúin náði að kasta kveðju á gamla kunningja, bandarísku forsetahjónin Jo og Jill Biden. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú voru meðal um fimm hundruð fulltrúa þjóða við útför Elísabetar II í dag en alls sóttu um tvö þúsund manns athöfnina. Að sögn forsetans var um sögulega athöfn að ræða, en ekki síður tilfinningaþrungna. „Þetta var vissulega stund sorgar og söknuðar en um leið þrungin sögulegu gildi. Þarna má segja að maður hafi fundið nið aldanna, annars vegar hinn þungi straumur sögunnar og svo nútíminn og svo framtíðin sem voru þarna ofin saman,“ segir Guðni. Honum hafi þótt vænt um að fá að geta verið á staðnum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en fjölmargir aðrir þjóðhöfðingjar hvaðanæva að úr heiminum voru einnig á staðnum. „Þarna var þjóðhöfðingi að kveðja sem hefur verið lengur í hásæti en nokkur annar sem sögur fara af, fyrir utan Loðvík fjórtánda. Sjötíu ár sem einkenndust af þjónustu, samviskusemi, virðingu,“ segir Guðni. „Auðvitað er þetta ekki staður eða stund til að vega og meta sögu breska heimsveldisins eða hvernig framtíðin verður en hitt vitum við fyrir víst, að Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt.“ Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú sátu aðeins tveimur röðum frá Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden forsetafrú. Kastaði kveðju á Joe og Jill Biden Eflaust er um eitt mesta samansafn þjóðhöfðingja í seinni tíð að ræða en að sögn Elizu er ekkert öðruvísi að vera umkringd þeim heldur en öðrum. „Við höfum verið staðsett annars staðar þar sem margir þjóðhöfðingjar eru að koma saman en það er skemmtilegt líka að geta séð gamla vini, kasta á þá kveðju, og spjalla aðeins við aðra. Það er líka mikilvægur hluti af þessu,“ segir Eliza. Það vakti athygli Íslendinga að íslensku forsetahjónin sátu aðeins tveimur röðum frá bandarísku forsetahjónunum, Joe og Jill Biden. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Eliza hittir þau en hún átti fund með Jill um jafnréttismál og menningu í mars þar sem Joe Biden hringdi meðal annars í móður Elizu. Röð myndaðist eftir athöfnina þar sem þjóðhöfðingjar biðu þess að komast frá Westminster Abbey. Getty/Hannah McKay „Ég náði að kasta kveðju til forsetafrúarinnar sem ég hitti í mars, það voru nokkrir þarna sem var gaman að sjá,“ segir Eliza létt í bragði. Annað sem hefur vakið mikla athygli er hvernig viðstaddir voru fluttir til og frá Westminster Abbey, þar sem um tvö þúsund manns komu saman fyrir athöfnina. Fyrir athöfnina var þjóðarleiðtogum og mökum þeirra safnað saman við Royal Chelsea sjúkrahúsið, að Bandaríkjaforseta undanskildum. „Við fórum síðan í langferðabifreiðum að Westminster Abbey, allt var þetta gert mjög fagmannlega og virðulega og alveg sjálfsagt að nýta þennan faramáta og ótrúlegt hvernig Bretum tókst að skipuleggja þennan mikla viðburð í Lundúnum, þessari miklu borg,“ segir Guðni. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Forseti Íslands Joe Biden Tengdar fréttir Bein útsending: Kista Elísabetar komin til Windsor Útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í dag og var glæsileg útsending frá London sýnd á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsti því sem fyrir augu bar í útsendingunni sem stóð í sex klukkustundir. 19. september 2022 08:00 Verið að opna Westminster Abbey fyrir hinum 2.000 sem sækja útförina Röðinni í Westminster Hall var lokað í gærkvöldi en talið er að um 300.000 manns hafi beðið allt að 17 tíma eftir að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. 19. september 2022 07:09 Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 16. mars 2022 21:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú voru meðal um fimm hundruð fulltrúa þjóða við útför Elísabetar II í dag en alls sóttu um tvö þúsund manns athöfnina. Að sögn forsetans var um sögulega athöfn að ræða, en ekki síður tilfinningaþrungna. „Þetta var vissulega stund sorgar og söknuðar en um leið þrungin sögulegu gildi. Þarna má segja að maður hafi fundið nið aldanna, annars vegar hinn þungi straumur sögunnar og svo nútíminn og svo framtíðin sem voru þarna ofin saman,“ segir Guðni. Honum hafi þótt vænt um að fá að geta verið á staðnum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en fjölmargir aðrir þjóðhöfðingjar hvaðanæva að úr heiminum voru einnig á staðnum. „Þarna var þjóðhöfðingi að kveðja sem hefur verið lengur í hásæti en nokkur annar sem sögur fara af, fyrir utan Loðvík fjórtánda. Sjötíu ár sem einkenndust af þjónustu, samviskusemi, virðingu,“ segir Guðni. „Auðvitað er þetta ekki staður eða stund til að vega og meta sögu breska heimsveldisins eða hvernig framtíðin verður en hitt vitum við fyrir víst, að Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt.“ Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú sátu aðeins tveimur röðum frá Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden forsetafrú. Kastaði kveðju á Joe og Jill Biden Eflaust er um eitt mesta samansafn þjóðhöfðingja í seinni tíð að ræða en að sögn Elizu er ekkert öðruvísi að vera umkringd þeim heldur en öðrum. „Við höfum verið staðsett annars staðar þar sem margir þjóðhöfðingjar eru að koma saman en það er skemmtilegt líka að geta séð gamla vini, kasta á þá kveðju, og spjalla aðeins við aðra. Það er líka mikilvægur hluti af þessu,“ segir Eliza. Það vakti athygli Íslendinga að íslensku forsetahjónin sátu aðeins tveimur röðum frá bandarísku forsetahjónunum, Joe og Jill Biden. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Eliza hittir þau en hún átti fund með Jill um jafnréttismál og menningu í mars þar sem Joe Biden hringdi meðal annars í móður Elizu. Röð myndaðist eftir athöfnina þar sem þjóðhöfðingjar biðu þess að komast frá Westminster Abbey. Getty/Hannah McKay „Ég náði að kasta kveðju til forsetafrúarinnar sem ég hitti í mars, það voru nokkrir þarna sem var gaman að sjá,“ segir Eliza létt í bragði. Annað sem hefur vakið mikla athygli er hvernig viðstaddir voru fluttir til og frá Westminster Abbey, þar sem um tvö þúsund manns komu saman fyrir athöfnina. Fyrir athöfnina var þjóðarleiðtogum og mökum þeirra safnað saman við Royal Chelsea sjúkrahúsið, að Bandaríkjaforseta undanskildum. „Við fórum síðan í langferðabifreiðum að Westminster Abbey, allt var þetta gert mjög fagmannlega og virðulega og alveg sjálfsagt að nýta þennan faramáta og ótrúlegt hvernig Bretum tókst að skipuleggja þennan mikla viðburð í Lundúnum, þessari miklu borg,“ segir Guðni.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Forseti Íslands Joe Biden Tengdar fréttir Bein útsending: Kista Elísabetar komin til Windsor Útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í dag og var glæsileg útsending frá London sýnd á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsti því sem fyrir augu bar í útsendingunni sem stóð í sex klukkustundir. 19. september 2022 08:00 Verið að opna Westminster Abbey fyrir hinum 2.000 sem sækja útförina Röðinni í Westminster Hall var lokað í gærkvöldi en talið er að um 300.000 manns hafi beðið allt að 17 tíma eftir að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. 19. september 2022 07:09 Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 16. mars 2022 21:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bein útsending: Kista Elísabetar komin til Windsor Útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í dag og var glæsileg útsending frá London sýnd á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsti því sem fyrir augu bar í útsendingunni sem stóð í sex klukkustundir. 19. september 2022 08:00
Verið að opna Westminster Abbey fyrir hinum 2.000 sem sækja útförina Röðinni í Westminster Hall var lokað í gærkvöldi en talið er að um 300.000 manns hafi beðið allt að 17 tíma eftir að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. 19. september 2022 07:09
Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 16. mars 2022 21:22