Sport

Carl­sen hætti í fússi á móti Niemann

Árni Sæberg skrifar
Mikill styr hefur staðið um Magnus Carlsen síðustu daga. Athæfi hans í dag dregur ekki úr því.
Mikill styr hefur staðið um Magnus Carlsen síðustu daga. Athæfi hans í dag dregur ekki úr því. Dean Mouhtaropoulos/Getty

Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag.

Mikið hefur verið fjallað um heimsmeistarann margfalda eftir að hann hætti keppni á Sinquefield skákmótinu. Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl Hans Niemann sem batt enda á fimmtíu og þriggja skáka sigurgöngu Carlsen. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Niemann hafi notað fjarstýrt hjálpartæki ástarlífsins í afturenda sínum til að svindla.

Niemann hefur svarið af sér allar ásakanir um svindl og segist fyrir tilviljun hafa lært óvenjulega opnun Carlsens rétt áður en skák þeirra hófst. Snögg viðbrögð hans við óvenjulegri opnun Carlsens hafa ýtt undir getgátur um svindl.

Í dag mættust þeir Carlsen og Niemann á Julius Baer Generation Cup sem haldið er í gegnum fjarfundabúnað.

Til mikillar furðu lýsenda mótsins á skákvefnum Chess24.com hætti Carlsen keppni eftir að hafa aðeins leikið tvo leiki á móti einum leik Niemanns. Hann fór einfaldlega út úr myndsímtali á Teams án þess að segja nokkurt orð.

Atvikið ótrúlega má sjá hér að neðan:


Tengdar fréttir

Hrókeringar í málinu sem skekur skák­heiminn

Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×