Segja ágreining en ekki meintan ölvunarakstur ástæðu afsagnar Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2022 00:05 Vísir/Vilhelm Stjórn Fimleikasambands Íslands segir ekki rétt að Kristinn Arnarsson, formaður, hafi sagt af sér vegna meints ölvunaraksturs eins af landsliðsþjálfurum sambandsins. Langvarandi ágreiningur um val landsliðsþjálfara hafi þess í stað verið ástæðan og Kristinn hafi sjálfur sagt það. Kristinn neitaði að tjá sig við fréttastofu í kvöld. „Stjórn FSÍ harmar afsögnina og þykir um leið miður að hún verði til þess að einkamálefni séu dregin fram í opinbera umfjöllun og grunur falli á nokkra einstaklinga sem starfa við þjálfun á vegum sambandsins,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Fimleikasambandsins. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Kristinn hefði sagt af sér eftir fund stjórnarinnar í dag og að það hefði verið vegna ákvörðunar stjórnar Fimleikasambandsins að gera nýjan samning við landsliðsþjálfara sem var sagður hafa keyrt undir áhrifum áfengis eftir samkvæmi í sumar. Sjá einnig: Formaður segir af sér eftir meintan ölvunarakstur landsliðsþjálfara Fimleikasambandið fékk ábendingar um það í sumar, eftir samkvæmi sem haldin voru í kjölfar Norðurlandamóts sem haldið var hér á landi í júlí, að vitni og þar á meðal landsliðsfólk, hefðu séð umræddan þjálfara fara ölvaðan upp í bíl eftir samkvæmin tvö og keyra á brott. Í yfirlýsingunni segir að erindi hafi borist stjórninni í júlí þar sem fram hafi komið ásakanir um meintan ölvunarakstur eins af landsliðsþjálfurum FSÍ eftir afmælisfögnuð. Fyrr um kvöldið hafi sami þjálfari sótt lokahóf Norðurlandamótsins en seinna samkvæmið hafi ekki tengst störfum hans á nokkurn hátt. Það erindi var sent til aga- og siðanefndar Fimleikasambandsins en í yfirlýsingunni segir að þjálfarinn hafi neitað því að hafa ekið undir áhrifum og að framburði annarra úr seinna samkvæminu hafi ekki borið saman. Ekkert liggi fyrir um refsivert athæfi og því hafi málið verið látið niður falla. Fimleikar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Kristinn neitaði að tjá sig við fréttastofu í kvöld. „Stjórn FSÍ harmar afsögnina og þykir um leið miður að hún verði til þess að einkamálefni séu dregin fram í opinbera umfjöllun og grunur falli á nokkra einstaklinga sem starfa við þjálfun á vegum sambandsins,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Fimleikasambandsins. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Kristinn hefði sagt af sér eftir fund stjórnarinnar í dag og að það hefði verið vegna ákvörðunar stjórnar Fimleikasambandsins að gera nýjan samning við landsliðsþjálfara sem var sagður hafa keyrt undir áhrifum áfengis eftir samkvæmi í sumar. Sjá einnig: Formaður segir af sér eftir meintan ölvunarakstur landsliðsþjálfara Fimleikasambandið fékk ábendingar um það í sumar, eftir samkvæmi sem haldin voru í kjölfar Norðurlandamóts sem haldið var hér á landi í júlí, að vitni og þar á meðal landsliðsfólk, hefðu séð umræddan þjálfara fara ölvaðan upp í bíl eftir samkvæmin tvö og keyra á brott. Í yfirlýsingunni segir að erindi hafi borist stjórninni í júlí þar sem fram hafi komið ásakanir um meintan ölvunarakstur eins af landsliðsþjálfurum FSÍ eftir afmælisfögnuð. Fyrr um kvöldið hafi sami þjálfari sótt lokahóf Norðurlandamótsins en seinna samkvæmið hafi ekki tengst störfum hans á nokkurn hátt. Það erindi var sent til aga- og siðanefndar Fimleikasambandsins en í yfirlýsingunni segir að þjálfarinn hafi neitað því að hafa ekið undir áhrifum og að framburði annarra úr seinna samkvæminu hafi ekki borið saman. Ekkert liggi fyrir um refsivert athæfi og því hafi málið verið látið niður falla.
Fimleikar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Sjá meira