Eldur kom upp í þaki Lava Show Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 20. september 2022 06:46 Frá aðgerðum slökkviliðsins í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn. Í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir það hafi tekið vel á fjórða tímann að ljúka slökkvistarfi. Samkvæmt RÚV þurfti að rífa hluta af þakinu til að tryggja að hvorki eldur né glóð leyndist í klæðningunni. Alls sinnti slökkviliðið þremur útköllum í nótt en sjúkraflutningar voru 134 talsins. 53 þeirra voru forgangsflutningar. Í tilkynningunni segir að yfir hundrað útköll sé að verða normið sem er að sögn slökkviliðsins og mikið en lítið sé hægt að gera í því. Eru með ákveðna tilgátu Í tilkynningu frá Lava Show segir að eldurinn hafi kviknað í stromps klukkan 3:21, þar sem til stendur að opna sýningu Lava Show innan skamms. „Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Júlíusi Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra Lava Show, að verið sé að rannsaka orsök eldsins og að starfsmenn séu með líklega tilgátu. „Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi. Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Fréttin var uppfærð klukkan 9:30. Slökkvilið Reykjavík Sjúkraflutningar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir það hafi tekið vel á fjórða tímann að ljúka slökkvistarfi. Samkvæmt RÚV þurfti að rífa hluta af þakinu til að tryggja að hvorki eldur né glóð leyndist í klæðningunni. Alls sinnti slökkviliðið þremur útköllum í nótt en sjúkraflutningar voru 134 talsins. 53 þeirra voru forgangsflutningar. Í tilkynningunni segir að yfir hundrað útköll sé að verða normið sem er að sögn slökkviliðsins og mikið en lítið sé hægt að gera í því. Eru með ákveðna tilgátu Í tilkynningu frá Lava Show segir að eldurinn hafi kviknað í stromps klukkan 3:21, þar sem til stendur að opna sýningu Lava Show innan skamms. „Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Júlíusi Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra Lava Show, að verið sé að rannsaka orsök eldsins og að starfsmenn séu með líklega tilgátu. „Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi. Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Fréttin var uppfærð klukkan 9:30.
Slökkvilið Reykjavík Sjúkraflutningar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira