„Hvernig brýtur maður hnéskel?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 12:31 Aminata Diallo hefur verið ákærð vegna árásar á Kheira Hamraoui sem sýndi ljóta áverka eftir árásina. Getty/@kheirahamraoui Franska blaðið Le Parisien hefur birt hálfótrúlegar upplýsingar úr lögregluskýrslu sem renna stoðum undir það að knattspyrnukonan Aminata Diallo hafi skipulagt árásina á liðsfélaga sinn í PSG, Kheiru Hamraoui, til að losna við samkeppni um stöðu í liðinu. Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira