„Þessi fótbolti drepur mig að innan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 15:01 Leikmenn Juventus fengu að heyra það frá þeim stuðningsmönnum liðsins sem höfðu gert sér ferð til Monza. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina. Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira