Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 08:33 Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta. epa/Philip Davali Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira