Shevchenko afhenti Lewandowski úkraínskt fyrirliðaband fyrir HM Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 10:01 Markamaskínurnar Sheva og Lewa sameinast í baráttunni gegn innrás Rússa í Úkraínu. Joosep Martinson/Getty Images for Laureus Robert Lewandowski, framherji og fyrirliði pólska karlalandsliðsins í fótbolta, mun bera fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum á komandi heimsmeistaramóti sem fer fram í Katar. Úkraínsk goðsögn afhenti honum bandið. Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta og er á meðal allra bestu fótboltamanna í sögu þjóðarinnar. Hann átti sín bestu ár með AC Milan frá 1999 til 2006 en hann hlaut Gullboltann (Ballon d'Or) sem besti leikmaður heims árið 2004. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum fyrir Úkraínu frá 1995 til 2012 og var landsliðsþjálfari frá 2016 þar til í fyrra. Hann afhenti Robert Lewandowski fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu er pólska landsliðið kom saman fyrir yfirstandandi landsleikjahlé og mun Lewandowski bera bandið á HM í vetur. „Þetta er táknræn athöfn. Við þökkum Roberti og Pólverjum fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Ég vil sjá Robert senda skilaboð með því að bera bandið á HM,“ er haft eftir Shevchenko í pólskum fjölmiðlum en Pólverjar hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning eftir innrás Rússa í landið síðasta vetur. Lewandowski talaði á svipuðum nótum: „Að bera úkraínska armbandið, líkt og ég gerði eftir að innrásin hófst, sendir skýr skilaboð, að sýna heiminum að þetta stríð er raunverulega að eiga sér stað. Íþróttamenn eiga ekki að vera feimnir við að tala um það. Ég vil þakka pólsku þjóðinni fyrir að hjálpa Úkraínu,“. Pólland er í C-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu. Liðið hefur leik gegn Mexíkó þann 22. nóvember. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland HM 2022 í Katar Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta og er á meðal allra bestu fótboltamanna í sögu þjóðarinnar. Hann átti sín bestu ár með AC Milan frá 1999 til 2006 en hann hlaut Gullboltann (Ballon d'Or) sem besti leikmaður heims árið 2004. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum fyrir Úkraínu frá 1995 til 2012 og var landsliðsþjálfari frá 2016 þar til í fyrra. Hann afhenti Robert Lewandowski fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu er pólska landsliðið kom saman fyrir yfirstandandi landsleikjahlé og mun Lewandowski bera bandið á HM í vetur. „Þetta er táknræn athöfn. Við þökkum Roberti og Pólverjum fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Ég vil sjá Robert senda skilaboð með því að bera bandið á HM,“ er haft eftir Shevchenko í pólskum fjölmiðlum en Pólverjar hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning eftir innrás Rússa í landið síðasta vetur. Lewandowski talaði á svipuðum nótum: „Að bera úkraínska armbandið, líkt og ég gerði eftir að innrásin hófst, sendir skýr skilaboð, að sýna heiminum að þetta stríð er raunverulega að eiga sér stað. Íþróttamenn eiga ekki að vera feimnir við að tala um það. Ég vil þakka pólsku þjóðinni fyrir að hjálpa Úkraínu,“. Pólland er í C-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu. Liðið hefur leik gegn Mexíkó þann 22. nóvember.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland HM 2022 í Katar Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira