„Einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 10:00 Ýmir Örn Gíslason, Janus Daði Smárason, Elvar Örn Jónsson og Kristján Örn Kristjánsson glaðbeittir eftir sigur Íslands gegn Hollandi á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Það að vera besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar í handbolta, sennilega næstbestu deildar heims, ætti að geta verið nóg til að spila mikið fyrir íslenska landsliðið. Þannig er það þó ekki hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni. Samkeppnin um stöðu örvhentrar skyttu í íslenska landsliðinu er rosaleg en sá sem hefur haft þar vinninginn síðustu misseri er Ómar Ingi Magnússon. Ómar, íþróttamaður ársins 2021, varð markakóngur EM í janúar síðastliðnum og svo valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í vor þar sem hann varð jafnframt næstmarkahæstur. Segja má að Ómar sé stærsta ástæða þess að Kristján Örn hefur ekki verið sérlega áberandi með íslenska landsliðinu en sjálfur fagnar Kristján því að samkeppnin um skyttustöðuna sé svona mikil. „Einmitt þegar ég var valinn besta hægri skyttan í frönsku deildinni þá var Ómar valinn bestur allra í þýsku deildinni. Maður er einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni,“ segir Kristján léttur í bragði í samtali við Vísi. „Við erum búnir að fara saman upp öll yngri landsliðin,“ bætir hann við. „Vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja“ Ekki er nóg með að Kristján keppi við besta leikmann bestu landsdeildar heims um stöðu í íslenska landsliðinu heldur getur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari einnig notað menn á borð við Teit Örn Einarsson, leikmann Flensburg, og Viggó Kristjánsson úr Leipzig. Guðmundur Guðmunddsson og þrjár af örvhentu skyttunum sem hann getur valið úr fyrir landsleiki; Viggó, Kristján og Ómar Ingi í baksýn.Getty/Sanjin Strukic „Það er auðvitað bara frábært að við séum með svona margar góðar hægri skyttur. Þetta eru ég, Ómar, Viggó og Teitur kannski aðallega núna. Það er alltaf gaman að hafa marga til að velja úr og ég vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja fyrir hvert verkefni, því við erum allir helvíti fínir í okkar vinnu,“ segir Kristján. „Ég held að við höfum aldrei verið með svona marga á hæsta stigi í sömu stöðu í landsliðinu. Óli Stef talaði um það að þegar þeir hefðu verið að vinna silfrið á Ólympíuleikunum þá hefðu þeir verið 8-9 góðir leikmenn sem spiluðu mest, en núna erum við með nokkuð traustan hóp eins og sást á EM þar sem aðrir gátu stigið upp og unnið Frakka jafnvel þó að 5-6 leikmenn dyttu út vegna Covid,“ bendir Kristján á. Næsta stórmót íslenska landsliðsins er heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð. Handbolti Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Samkeppnin um stöðu örvhentrar skyttu í íslenska landsliðinu er rosaleg en sá sem hefur haft þar vinninginn síðustu misseri er Ómar Ingi Magnússon. Ómar, íþróttamaður ársins 2021, varð markakóngur EM í janúar síðastliðnum og svo valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í vor þar sem hann varð jafnframt næstmarkahæstur. Segja má að Ómar sé stærsta ástæða þess að Kristján Örn hefur ekki verið sérlega áberandi með íslenska landsliðinu en sjálfur fagnar Kristján því að samkeppnin um skyttustöðuna sé svona mikil. „Einmitt þegar ég var valinn besta hægri skyttan í frönsku deildinni þá var Ómar valinn bestur allra í þýsku deildinni. Maður er einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni,“ segir Kristján léttur í bragði í samtali við Vísi. „Við erum búnir að fara saman upp öll yngri landsliðin,“ bætir hann við. „Vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja“ Ekki er nóg með að Kristján keppi við besta leikmann bestu landsdeildar heims um stöðu í íslenska landsliðinu heldur getur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari einnig notað menn á borð við Teit Örn Einarsson, leikmann Flensburg, og Viggó Kristjánsson úr Leipzig. Guðmundur Guðmunddsson og þrjár af örvhentu skyttunum sem hann getur valið úr fyrir landsleiki; Viggó, Kristján og Ómar Ingi í baksýn.Getty/Sanjin Strukic „Það er auðvitað bara frábært að við séum með svona margar góðar hægri skyttur. Þetta eru ég, Ómar, Viggó og Teitur kannski aðallega núna. Það er alltaf gaman að hafa marga til að velja úr og ég vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja fyrir hvert verkefni, því við erum allir helvíti fínir í okkar vinnu,“ segir Kristján. „Ég held að við höfum aldrei verið með svona marga á hæsta stigi í sömu stöðu í landsliðinu. Óli Stef talaði um það að þegar þeir hefðu verið að vinna silfrið á Ólympíuleikunum þá hefðu þeir verið 8-9 góðir leikmenn sem spiluðu mest, en núna erum við með nokkuð traustan hóp eins og sást á EM þar sem aðrir gátu stigið upp og unnið Frakka jafnvel þó að 5-6 leikmenn dyttu út vegna Covid,“ bendir Kristján á. Næsta stórmót íslenska landsliðsins er heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð.
Handbolti Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira