Denayer var samningsbundinn Manchester City frá 2013 til 2018 en náði ekki að spila fyrir félagið. Hann fór á þeim tíma á láni til Celtic, Sunderland og Galatasaray áður en hann samdi við Lyon í Frakklandi hvar hann var lykilmaður frá 2018 allt þar til í sumar þegar samningur hans rann út.
Honum hefur enn ekki tekist að finna sér nýtt félag frá því að samningur hans kláraðist þann 30. júní. Þrátt fyrir það er hann í landsliðshópi Belgíu, sem er í öðru sæti á heimslista FIFA, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeildinni.
Belgía mætir Wales í Brussel á morgun og grönnum sínum í Hollandi í Amsterdam á sunnudag.