KFC hótar að fara í mál við franska knattspyrnusambandið vegna Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 22:30 Mbappé í leik með franska landsliðinu. Marcio Machado/Getty Images Kentucky Fried Chicken, KFC, í Frakklandi gæti farið í mál við franska knattspyrnusambandið (FFF) þar sem aðalstjarna franska landsliðsins, Kylian Mbappé, neitar að auglýsa skyndibitakeðjuna. Vísir greindi nýverið frá því að hinn 23 ára gamli Mbappé, framherji París Saint-Germain sem og franska landsliðsins, hefði lent upp á kant við forráðamenn FFF. Deilurnar voru vegna ímyndunarréttar Mbappé, það er leikmaðurinn sjálfur og teymi hans vill fá frekari yfirráð yfir þeim á meðan sambandið vill halda hlutunum eins og þeir eru. Núverandi samningur er þannig að Mbappé þarf að sinna ákveðnum skyldum þegar hann er á ferð og flugi með landsliðinu. Það þýðir að hann þarf að auglýsa þau fyrirtæki sem FFF hefur samið við, og það er Mbappé ósáttur með. Svo ósáttur að hann neitaði að mæta í myndatöku fyrir skyndibitakeðjuna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt samning KFC og FFF á Mbappé, ásamt þremur öðrum leikmönnum liðsins, að sitja fyrir og auglýsa kjúklingastaðinn. Þar sem Mbappé lét ekki sjá sig gæti farið svo að KFC leiti réttar síns í réttarsal. Alan Beral, aðstoðarframkvæmdastjóri keðjunnar í Frakklandi, staðfesti fyrir hönd KFC að þar sem ekki hefði verið staðið við gerða samninga þá myndi keðan ekki borga sambandinu þá upphæð sem um hafði verið samið. Beral bætti svo við að skyndibitakeðjan gæti farið þá leið að kæra FFF fyrir að standa ekki við gerða samninga. KFC have threatened the French Football Federation with legal action after Kylian Mbappe refused to promote them — GOAL News (@GoalNews) September 21, 2022 Mbappé og félagar í franska landsliðinu mæta Austurríki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Frakkland er í neðsta sæti A-riðils og tap myndi þýða að heimsmeistararnir gætu mögulega niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti Franski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Vísir greindi nýverið frá því að hinn 23 ára gamli Mbappé, framherji París Saint-Germain sem og franska landsliðsins, hefði lent upp á kant við forráðamenn FFF. Deilurnar voru vegna ímyndunarréttar Mbappé, það er leikmaðurinn sjálfur og teymi hans vill fá frekari yfirráð yfir þeim á meðan sambandið vill halda hlutunum eins og þeir eru. Núverandi samningur er þannig að Mbappé þarf að sinna ákveðnum skyldum þegar hann er á ferð og flugi með landsliðinu. Það þýðir að hann þarf að auglýsa þau fyrirtæki sem FFF hefur samið við, og það er Mbappé ósáttur með. Svo ósáttur að hann neitaði að mæta í myndatöku fyrir skyndibitakeðjuna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt samning KFC og FFF á Mbappé, ásamt þremur öðrum leikmönnum liðsins, að sitja fyrir og auglýsa kjúklingastaðinn. Þar sem Mbappé lét ekki sjá sig gæti farið svo að KFC leiti réttar síns í réttarsal. Alan Beral, aðstoðarframkvæmdastjóri keðjunnar í Frakklandi, staðfesti fyrir hönd KFC að þar sem ekki hefði verið staðið við gerða samninga þá myndi keðan ekki borga sambandinu þá upphæð sem um hafði verið samið. Beral bætti svo við að skyndibitakeðjan gæti farið þá leið að kæra FFF fyrir að standa ekki við gerða samninga. KFC have threatened the French Football Federation with legal action after Kylian Mbappe refused to promote them — GOAL News (@GoalNews) September 21, 2022 Mbappé og félagar í franska landsliðinu mæta Austurríki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Frakkland er í neðsta sæti A-riðils og tap myndi þýða að heimsmeistararnir gætu mögulega niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Fótbolti Franski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira