Börn í kerfinu þola enga bið Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 22. september 2022 07:30 Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. Framkvæmdastýra barnaverndar í Reykjavíkur steig fram fyrir fáeinum vikum síðan og sagði frá þeim mikla úrræðaskorti sem barnaverndaryfirvöld standa nú frammi fyrir. Skortur sem þessi er ólíðandi, en það er þó ekki aðeins skorturinn sem er slæmur – heldur hafa úrræðin mörg hver ekki þróast mikið síðustu tíu til tuttugu árin. Barnaverndarkerfið er enn að kljást við skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi þess að veita viðeigandi úrræði hverju sinni. Börn með flókinn geð- og hegðunarvanda eru vanrækt af stjórnvöldum, þrátt fyrir að það sé skýrt hversu mikilvægt það er að setja þau í forgang og tryggja að úrræði séu tiltæk og ekki yfirfull. Ég beindi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðherra á Alþingi fyrr á árinu þar sem ég spurði hvaða fjármunum hefði verið varið til þess að tryggja að sveitarfélög hafi yfir fullnægjandi úrræðum að ráða – og svarið sem barst staðfesti áhyggjur mínar: „Engar fjárveitingar hafa runnið frá ríki til sveitarfélaga sem er sérstaklega ætlað að koma á fót úrræðum fyrir börn vegna verkefna sem eru á ábyrgð sveitarfélaga.“ Fjársvelt og vanrækt barnaverndarkerfi er ekki barnaverndarkerfi nema að nafninu til – það getur ekki sinnt skyldu sinni og tilgangi, sem er að vernda börn. Þess vegna verðum við að leggja mun meiri orku og fjármagn í að sinna fjölskyldum og börnum í barnaverndarkerfinu. Það er ekki boðlegt að hér á landi séum við ekki að tryggja að börn í mjög viðkvæmri stöðu fái bestu þjónustu sem völ er á. Vandinn er augljós og viðvarandi en viðbrögðin og viljinn hjá stjórnvöldum eru lítil sem engin. Í ljósi þeirra átakanlegu reynslusagna sem við heyrum í dag frá einstaklingum sem dvöldu á meðferðarheimilum forðum er deginum ljósara hvað er í húfi þegar við tölum um að efla og fjölga úrræðum í kerfinu: það snýst um að tryggja að börn hljóti þá vernd sem þau þurfa til þess að þroskast og dafna í öruggu og heilsusamlegu umhverfi. Það er með öllu óforsvaranlegt að stjórnvöld sýni vandanum svo lítinn áhuga. Höfundur er varaþingmaður Pírata og barnaverndarstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Eyjafjarðarsveit Alþingi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Börn og uppeldi Barnavernd Félagsmál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. Framkvæmdastýra barnaverndar í Reykjavíkur steig fram fyrir fáeinum vikum síðan og sagði frá þeim mikla úrræðaskorti sem barnaverndaryfirvöld standa nú frammi fyrir. Skortur sem þessi er ólíðandi, en það er þó ekki aðeins skorturinn sem er slæmur – heldur hafa úrræðin mörg hver ekki þróast mikið síðustu tíu til tuttugu árin. Barnaverndarkerfið er enn að kljást við skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi þess að veita viðeigandi úrræði hverju sinni. Börn með flókinn geð- og hegðunarvanda eru vanrækt af stjórnvöldum, þrátt fyrir að það sé skýrt hversu mikilvægt það er að setja þau í forgang og tryggja að úrræði séu tiltæk og ekki yfirfull. Ég beindi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðherra á Alþingi fyrr á árinu þar sem ég spurði hvaða fjármunum hefði verið varið til þess að tryggja að sveitarfélög hafi yfir fullnægjandi úrræðum að ráða – og svarið sem barst staðfesti áhyggjur mínar: „Engar fjárveitingar hafa runnið frá ríki til sveitarfélaga sem er sérstaklega ætlað að koma á fót úrræðum fyrir börn vegna verkefna sem eru á ábyrgð sveitarfélaga.“ Fjársvelt og vanrækt barnaverndarkerfi er ekki barnaverndarkerfi nema að nafninu til – það getur ekki sinnt skyldu sinni og tilgangi, sem er að vernda börn. Þess vegna verðum við að leggja mun meiri orku og fjármagn í að sinna fjölskyldum og börnum í barnaverndarkerfinu. Það er ekki boðlegt að hér á landi séum við ekki að tryggja að börn í mjög viðkvæmri stöðu fái bestu þjónustu sem völ er á. Vandinn er augljós og viðvarandi en viðbrögðin og viljinn hjá stjórnvöldum eru lítil sem engin. Í ljósi þeirra átakanlegu reynslusagna sem við heyrum í dag frá einstaklingum sem dvöldu á meðferðarheimilum forðum er deginum ljósara hvað er í húfi þegar við tölum um að efla og fjölga úrræðum í kerfinu: það snýst um að tryggja að börn hljóti þá vernd sem þau þurfa til þess að þroskast og dafna í öruggu og heilsusamlegu umhverfi. Það er með öllu óforsvaranlegt að stjórnvöld sýni vandanum svo lítinn áhuga. Höfundur er varaþingmaður Pírata og barnaverndarstarfsmaður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun