Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 11:11 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, var fljótur að hugsa þegar hækjur hans duttu í gólfið úr ræðustól á Alþingi í dag. Skjáskot Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. Óundirbúinn fyrirspurnartími er nú á Alþingi og þar sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars fyrir svörun. Guðmundur Ingi nýtti tækifærið og spurði hana út í frítekjumark almannatrygginga. Spurði hann Katrínu af hverju skerðingar á frítekjumarki færi ekki eftir launavísitölu. Vísaði hann í það að ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýttu sér svokallaðar hækjur með því að vísa hvern á annann vegna þessa máls. Katrín fór þá í pontu og sagði að hún gæti verið sammála Guðmundi um það að margboðuð endurskoðun á almannatryggingakerfinu hafi tekið allt of langan tíma. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi hér að neðan. Guðmundur virtist ekki vera ánægður með svör Katrínar og sagði þar sem frítekjumark fylgdi ekki launavísitölu væru auknar skerðingar á því í kortunum. „Þetta fólk má ekki við því,“ sagði Guðmundur. Hann styðst við hækjur í þingsal og tók þær með sér upp í pontu. Er hann sleppti orðinu datt önnur hækjan og rakst í hina, sem varð til þess að þær duttu báðar í gólfið með töluverðum látum. „Sko, hækjurnar meira segja detta. Ég ætti kannski að lána ríkisstjórninni þær til að halda uppi kerfinu.“ Katrín kom þá aftur upp í pontu og vísaði til þess að eftir áramót væri von á frumvarpi um breytingar á almannatryggingakerfinu. Háttvirtur þingmaður getur því ekki komið hér upp og dregið þá ályktun að ekkert sé að gerast, bæði miðað við söguna og það sem framundan, sagði Katrín. Alþingi Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Óundirbúinn fyrirspurnartími er nú á Alþingi og þar sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars fyrir svörun. Guðmundur Ingi nýtti tækifærið og spurði hana út í frítekjumark almannatrygginga. Spurði hann Katrínu af hverju skerðingar á frítekjumarki færi ekki eftir launavísitölu. Vísaði hann í það að ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýttu sér svokallaðar hækjur með því að vísa hvern á annann vegna þessa máls. Katrín fór þá í pontu og sagði að hún gæti verið sammála Guðmundi um það að margboðuð endurskoðun á almannatryggingakerfinu hafi tekið allt of langan tíma. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi hér að neðan. Guðmundur virtist ekki vera ánægður með svör Katrínar og sagði þar sem frítekjumark fylgdi ekki launavísitölu væru auknar skerðingar á því í kortunum. „Þetta fólk má ekki við því,“ sagði Guðmundur. Hann styðst við hækjur í þingsal og tók þær með sér upp í pontu. Er hann sleppti orðinu datt önnur hækjan og rakst í hina, sem varð til þess að þær duttu báðar í gólfið með töluverðum látum. „Sko, hækjurnar meira segja detta. Ég ætti kannski að lána ríkisstjórninni þær til að halda uppi kerfinu.“ Katrín kom þá aftur upp í pontu og vísaði til þess að eftir áramót væri von á frumvarpi um breytingar á almannatryggingakerfinu. Háttvirtur þingmaður getur því ekki komið hér upp og dregið þá ályktun að ekkert sé að gerast, bæði miðað við söguna og það sem framundan, sagði Katrín.
Alþingi Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira