Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 17:30 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19. Reynir Örn var sakfelldur fyrir brot gegn sóttvarnalögum, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og frammistöðubætandi efna og brot gegn valdstjórninni. Sóttvarnalagabrotið framdi hann þegar hann var smitaður af Covid-19 og átti að vera í einangrun á Akureyri. Lögreglumaður hafði afskipti af honum þar sem hann sat í kyrrstæðum bíl við verslunarmiðstöð í Borgarnesi að nóttu til í október 2020. Eftir að leiðir þeirra skildi komst lögreglumaðurinn að raun um að Reynir Örn hefði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota og að hann ætti að vera í einangrun á Akureyri. Tilkynnti hann lögreglunni á Akureyri um það. Bílnúmer bifreiðar hans var þá vaktað og fékk lögregla boð um að henni hefði verið ekið inn á Akureyri snemma um morguninn. Þegar lögreglumenn fóru að húsnæði sem þeir vissu að Reynir Örn hefði til umráða sáu þeir á eftir honum og bílinn í lausagangi fyrir utan. Engu að síður neitaði Reynir Örn að hann hefði ekið bifreiðinni eða farið út. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Reynir Örn hefði keypt bifreiðina á Reykjanesi áður en afskipti voru höfð af honum í Borgarnesi. Hann var sakfelldur fyrir brot á sóttvarnalögum og fyrir að hafa ekið bifreiðinni sviptur ökurétttindum. Hótaði að drepa lögreglumenn Ákæra fyrir brot gegn valdstjórninni varðaði uppákomu í júlí í fyrra þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Reyni Erni á Akureyri. Tilkynnt hafði verið um æstan mann að ráðast að konu og að hann hefði brotið bílrúðu. Lögreglumenn báru að Reynir Örn hefði þegar veist að þeim. Hann hafi verið mjög æstur og í annarlegu ástandi. Hlýddi hann ekki fyrirmælum lögreglu og hótaði ítrekað að drepa lögreglumennina. „Ég drep ykkur öll ein daginn, einn daginn drep ég ykkur,“ heyrðist hann meðal annars segja á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns. Játaði Reynir Örn á sig vörslu á ýmsum örvandi og frammistöðubætandi efnum, þar á meðal amfetamíni og kókaíni, í nóvember 2020. Ákæruvaldið féll frá ákæru vegna frekari fíkniefnalagabrota sem Reynir Örn játaði á sig á þessu ári. Hegningarauki við fyrri sakadóm Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hefðu öll verið framin fyrir uppsögu dóms sem hann hlaut í október í fyrra fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Þau brot voru rof á skilorði og því eldri dómur frá 2017 tekinn upp aftur og Reyni Erni gerð refsing í einu lagi. Sá dómur varðaði þjófnað, tilraun til þjófnaðar, vörslu fíkniefna, tollalagabrot, nytjastuld, eignaspjöll, húsbrot, hótanir, líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Reyni Erni var því dæmdur hegningarauki við dóminn frá því í fyrra og honum gerð refsing í einu lagi. Var refsing hans ákveðin tvö ár og níu mánuðir í fangelsi. Í ljósi þess að um hegningarauka við dóm sem var skilorðbundinn að hluta taldi dómurinn rétt að skilorðsbinda þrjátíu mánuði af refsingunni til þriggja ára. Ítrekuð var fyrri svipting hans á ökurétti ævilangt. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkniefnabrot Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Reynir Örn var sakfelldur fyrir brot gegn sóttvarnalögum, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og frammistöðubætandi efna og brot gegn valdstjórninni. Sóttvarnalagabrotið framdi hann þegar hann var smitaður af Covid-19 og átti að vera í einangrun á Akureyri. Lögreglumaður hafði afskipti af honum þar sem hann sat í kyrrstæðum bíl við verslunarmiðstöð í Borgarnesi að nóttu til í október 2020. Eftir að leiðir þeirra skildi komst lögreglumaðurinn að raun um að Reynir Örn hefði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota og að hann ætti að vera í einangrun á Akureyri. Tilkynnti hann lögreglunni á Akureyri um það. Bílnúmer bifreiðar hans var þá vaktað og fékk lögregla boð um að henni hefði verið ekið inn á Akureyri snemma um morguninn. Þegar lögreglumenn fóru að húsnæði sem þeir vissu að Reynir Örn hefði til umráða sáu þeir á eftir honum og bílinn í lausagangi fyrir utan. Engu að síður neitaði Reynir Örn að hann hefði ekið bifreiðinni eða farið út. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Reynir Örn hefði keypt bifreiðina á Reykjanesi áður en afskipti voru höfð af honum í Borgarnesi. Hann var sakfelldur fyrir brot á sóttvarnalögum og fyrir að hafa ekið bifreiðinni sviptur ökurétttindum. Hótaði að drepa lögreglumenn Ákæra fyrir brot gegn valdstjórninni varðaði uppákomu í júlí í fyrra þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Reyni Erni á Akureyri. Tilkynnt hafði verið um æstan mann að ráðast að konu og að hann hefði brotið bílrúðu. Lögreglumenn báru að Reynir Örn hefði þegar veist að þeim. Hann hafi verið mjög æstur og í annarlegu ástandi. Hlýddi hann ekki fyrirmælum lögreglu og hótaði ítrekað að drepa lögreglumennina. „Ég drep ykkur öll ein daginn, einn daginn drep ég ykkur,“ heyrðist hann meðal annars segja á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns. Játaði Reynir Örn á sig vörslu á ýmsum örvandi og frammistöðubætandi efnum, þar á meðal amfetamíni og kókaíni, í nóvember 2020. Ákæruvaldið féll frá ákæru vegna frekari fíkniefnalagabrota sem Reynir Örn játaði á sig á þessu ári. Hegningarauki við fyrri sakadóm Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hefðu öll verið framin fyrir uppsögu dóms sem hann hlaut í október í fyrra fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Þau brot voru rof á skilorði og því eldri dómur frá 2017 tekinn upp aftur og Reyni Erni gerð refsing í einu lagi. Sá dómur varðaði þjófnað, tilraun til þjófnaðar, vörslu fíkniefna, tollalagabrot, nytjastuld, eignaspjöll, húsbrot, hótanir, líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Reyni Erni var því dæmdur hegningarauki við dóminn frá því í fyrra og honum gerð refsing í einu lagi. Var refsing hans ákveðin tvö ár og níu mánuðir í fangelsi. Í ljósi þess að um hegningarauka við dóm sem var skilorðbundinn að hluta taldi dómurinn rétt að skilorðsbinda þrjátíu mánuði af refsingunni til þriggja ára. Ítrekuð var fyrri svipting hans á ökurétti ævilangt.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkniefnabrot Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira