Drep-fyndin kynferðisleg áreitni Sveinn Waage skrifar 23. september 2022 08:01 Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Sveinn Waage Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar