Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2022 11:45 Freyja Haraldsdóttir segir leikstjóra Sem á himni ekki geta vitað upp á hár hvað fatlað fólk gengur í gegnum þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Vísir Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. Umræða hefur skapast um birtingu fötluðu persónunnar Dodda í verkinu Sem á himni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, sagði persónuna ýta yndir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk og spurði hvers vegna ekki var fundinn fatlaður einstaklingur til að leika Dodda. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Sem á himni, svaraði í gær fyrir gagnrýnina. Hún sagði að málefni fatlaðra standi henni sérstaklega nærri þar sem hún eigi fatlað barn. Hún hafi meðal annars tekið að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu. Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir í Facebook-færslu það hafa verið erfitt að lesa svar Unnar. Hún trúi því að Unni sé annt um stöðu fatlaðs fólks og að hún upplifi þær tilfinningar sem hún segist gera. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóra, um málið. „Það breytir því hinsvegar ekki að yfirlýsingin gefur ekki til kynna að hún eða aðstandendur sýningarinnar ætli að gefa röddum fatlaðs fólks, um viðfangsefni fötlunar í sýningunni vægi og pláss, né gangast við ábyrgðinni, biðjast afsökunar á ableismanum og útlista í detailum hvernig á að gera betur næst. Sýna auðmýkt og hlusta - og leitast við að skilja,“ segir Freyja. Hún segir Unni falla í sömu gryfju og margir, að láta málið snúast um tilfinningar ófatlaðs fólks. Hún segir Unni vera að „able-splaina“ (útskýra fyrir fötluðu fólki hvað fatlanir eru í raun og veru). Freyja segir það vera algjöran misskilning að foreldrar fatlaðra barna viti hvað fatlað fólk gangi í gegnum. Foreldrar sjái jú hvað er að gerast en verða þó ekki fyrir sömu fordómum og þeir sem fatlaðir eru. „Þau vita ekki hvernig það er að sitja í kvikmyndahúsi og leikhúsi og hlusta á aðra áhorfendur veltast um af hlátri yfir niðurlægingum sem fatlað fólk verður gjarnan fyrir. Eða hvernig það raunverulega er að verða fyrir útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Og að geta hvergi speglað sig í öðru fötluðu fólki á sviði,“ segir Freyja. Hún segir það að vera foreldri fatlaðs barns gefi ekki sjálfkrafa túlkunar- og skilgreiningarvald, hvað þá nægilega innsýn eða skilning til að segja sögu fatlaðs fólks án aðkomu frá fötluðu fólki. „Ég vona að aðstandur þessarar sýningar muni amk. einn daginn hrökkva úr vörn, axla ábyrgð og endurtaka ekki þessa langþreyttu birtingarmyndir fötlunar og sleppi takinu á valdinu yfir okkar sögum,“ segir Freyja. Í fyrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Freyja að hún hafi ekki séð umrædda sýningu, Sem á himni, og treysti sé ekki til þess því hún sé „búin með lífsskammtinn af að sitja í leikhúsi og bíó og horfa á fatlað fólk smættað, niðurlægt og skrumskælt og heyra salinn hlæja eða aumkast yfir enn eini staðalmyndinni“. Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Umræða hefur skapast um birtingu fötluðu persónunnar Dodda í verkinu Sem á himni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, sagði persónuna ýta yndir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk og spurði hvers vegna ekki var fundinn fatlaður einstaklingur til að leika Dodda. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Sem á himni, svaraði í gær fyrir gagnrýnina. Hún sagði að málefni fatlaðra standi henni sérstaklega nærri þar sem hún eigi fatlað barn. Hún hafi meðal annars tekið að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu. Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir í Facebook-færslu það hafa verið erfitt að lesa svar Unnar. Hún trúi því að Unni sé annt um stöðu fatlaðs fólks og að hún upplifi þær tilfinningar sem hún segist gera. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóra, um málið. „Það breytir því hinsvegar ekki að yfirlýsingin gefur ekki til kynna að hún eða aðstandendur sýningarinnar ætli að gefa röddum fatlaðs fólks, um viðfangsefni fötlunar í sýningunni vægi og pláss, né gangast við ábyrgðinni, biðjast afsökunar á ableismanum og útlista í detailum hvernig á að gera betur næst. Sýna auðmýkt og hlusta - og leitast við að skilja,“ segir Freyja. Hún segir Unni falla í sömu gryfju og margir, að láta málið snúast um tilfinningar ófatlaðs fólks. Hún segir Unni vera að „able-splaina“ (útskýra fyrir fötluðu fólki hvað fatlanir eru í raun og veru). Freyja segir það vera algjöran misskilning að foreldrar fatlaðra barna viti hvað fatlað fólk gangi í gegnum. Foreldrar sjái jú hvað er að gerast en verða þó ekki fyrir sömu fordómum og þeir sem fatlaðir eru. „Þau vita ekki hvernig það er að sitja í kvikmyndahúsi og leikhúsi og hlusta á aðra áhorfendur veltast um af hlátri yfir niðurlægingum sem fatlað fólk verður gjarnan fyrir. Eða hvernig það raunverulega er að verða fyrir útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Og að geta hvergi speglað sig í öðru fötluðu fólki á sviði,“ segir Freyja. Hún segir það að vera foreldri fatlaðs barns gefi ekki sjálfkrafa túlkunar- og skilgreiningarvald, hvað þá nægilega innsýn eða skilning til að segja sögu fatlaðs fólks án aðkomu frá fötluðu fólki. „Ég vona að aðstandur þessarar sýningar muni amk. einn daginn hrökkva úr vörn, axla ábyrgð og endurtaka ekki þessa langþreyttu birtingarmyndir fötlunar og sleppi takinu á valdinu yfir okkar sögum,“ segir Freyja. Í fyrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Freyja að hún hafi ekki séð umrædda sýningu, Sem á himni, og treysti sé ekki til þess því hún sé „búin með lífsskammtinn af að sitja í leikhúsi og bíó og horfa á fatlað fólk smættað, niðurlægt og skrumskælt og heyra salinn hlæja eða aumkast yfir enn eini staðalmyndinni“.
Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira