Íslenski boltinn

Arnar með munn­legt sam­komu­lag við annað lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Grétarsson mun ekki klára tímabilið með KA þar sem hann hefur náð munnlegu samkomulagi við annað lið.
Arnar Grétarsson mun ekki klára tímabilið með KA þar sem hann hefur náð munnlegu samkomulagi við annað lið. vísir/diego

Arnar Grétarsson lét af störfum sem þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Hann hefur nú staðfest að hann sé þegar búinn að gera munnlegt samkomulag við annað félag.

Það kom eilítið á óvart þegar KA tilkynnti fyrr í dag að Hallgrímur Jónasson, aðstoðarmaður Arnars, væri búinn að taka við liðinu og myndi stýra því næstu þrjú árin. Samningur Arnars við KA átti að renna út að tímabilinu loknu en enn er öll úrslitakeppnin eftir og KA í blússandi baráttu um Evrópusæti.

Arnar staðfesti hins vegar í spjalli við íþróttadeild RÚV að hann væri nú þegar búið að gera munnlegt samkomulag við annað félag. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða Val en Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram með liðið að tímabilinu loknu.

„Ég er kominn með munnlegt samkomulag við annað félag, án þess að vera búinn að skrifa undir neitt og það hlýtur að vera ástæðan fyrir þessu,“ sagði Arnar við RÚV er hann var spurður út ástæðu þess að hann myndi ekki klára tímabilið á Akureyri.

Þegar 22 umferðum er lokið í Bestu deildinni er KA í 3. sæti með 43 stig á meðan Valur er í 4. sæti með 32 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×