Fótbolti

Stuðningsmenn Liverpool ætla í hart gegn UEFA

Atli Arason skrifar
Stuðningsfólk Liverpool mátti þola ýmislegt áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst.
Stuðningsfólk Liverpool mátti þola ýmislegt áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst. Adam Davy/Getty Images

Meira en 1.700 stuðningsmenn Liverpool, sem urðu fyrir skaða vegna þeirra ringulreiðar sem skapaðist á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í París á síðasta tímabili, ætla að ákæra UEFA vegna skipulagsleysis í kringum leikinn.

Leiknum sjálfum var frestað um 35 mínútur vegna öryggisvandamála samkvæmt UEFA en stuðningsmenn Liverpool sem áttu miða á leikinn fengu ekki aðgang að leikvellinum vegna skipulagsleysis frönsku lögreglunnar. Á sama tíma náðu hundruð stuðningsmanna án miða að komast inn á leikvöllinn.

Lögfræðistofan Bingham í Liverpool ásamt Pogust Goodhead ætla að setja af stað hópmálsókn gegn knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem sambandinu mistókst að viðhalda öruggu umhverfi fyrir stuðningsfólk liðanna.

„Þau sem voru á Stade de France hafa lýst hræðilegum upplitunum í kringum viðburðinn, bæði fyrir og eftir leikinn,“ er sagt í tilkynningu lögmanna, að stuðningsfólk hafi hreinlega óttast um líf sitt.

BBC leitaði svara frá UEFA við lögsókninni en fékk enginn viðbrögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×