Leikurinn var jafn lengst af en Álaborg var einu marki yfir í hálfleik, 15-14. Bjerringbro-Sileborg leiddi með einu marki þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir af leiknum en Mikkel Hansen jafnaði leikinn í síðustu sókn Álaborgar og jafntefli var niðurstaðan.
Hansen var markahæsti leikmaður Álaborgar með sex mörk. Alexander Lynggard skoraði einnig átta mörk fyrir Bjerringbro-Silkeborg.
Álaborg er enn þá á toppi deildarinnar með níu stig þrátt fyrir jafnteflið. Bjerringbro-Silkeborg er á sama tíma í 5. sæti með sjö stig.