Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 17:00 Þórdís Hrönn lagði upp öll mörk Vals í dag. Vísir/Tjörvi Týr „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast