Íslenski boltinn

„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pétur gefur skipanir í leik dagsins.
Pétur gefur skipanir í leik dagsins. Vísir/Tjörvi Týr

„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.

Valur hafði þegar tryggt sér bikarmeistaratitilinn og fyrir leik dagsins var ljóst að með sigri myndi liðið tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Að sama skapi myndi Afturelding falla ef liðið næði ekki í þrjú stig. Valur vann á endanum 3-1 sigur og tryggði sér titilinn á meðan Mosfellingar munu leika í Lengjudeildinni að ári.

„Við erum búnar að vinna bikarinn en nei þetta eru alltaf bestu bikararnir. Þessi sem við vorum að vinna núna er bestur.“

„Mér fannst hún rosalega misjöfn, fannst við virka þreyttar á tímabili en svo fannst mér við síðustu þrjátíu mínúturnar taka leikinn alveg yfir og gerðum það mjög vel,“ sagði Pétur um leik dagsins.

„Við förum til Tékklands til að vinna leikinn og gera allt í okkar valdi til að komast áfram,“ sagði Pétur að endingu en Íslandsmeistarar Vals þurfa sigur þar til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Slavia Prag í síðustu viku.

Íslansmeistararnir Pétur Pétursson og Matthías Guðmundsson.Vísir/Tjörvi Týr

Tengdar fréttir

Ís­lands­meistarinn Þór­dís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“

„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×