Ástríkur og Steinríkur koma upphaflega frá Frakklandi en um er að ræða teiknimyndasögur frá miðri síðustu öld sem rötuðu síðar á hvíta tjaldið í formi teiknimynda. Fyrir ekki svo löngu var ákveðið að gera leiknar myndir með þeim félögum og kemur ein slík út á næsta ári.
Ástríkur og Steinríkur eru Gaulverjar sem eiga í eilífri baráttu við Júlíus Sesar og Rómarveldi. Frægt er töfraseyðið sem þeir félagar drukku í baráttu sinni við Rómverja og ætla mætti að Zlatan myndi vilja gera slíkt hið sama enda „barist“ við Rómverja oftar en einu sinni á ferli sínum.
Hér mun hann þó vera hluti af Rómarveldi en karakter hans í myndinni heitir Oneofus og er rómverskur hermaður eða hershöfðingi.
Soon. Vive la France #asterixetobelixlempiredumilieu pic.twitter.com/FIu00f899G
— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) September 25, 2022
Hinn sænski Zlatan hefur gríðarlega tengingu við Ítalíu þar sem hann hefur spilað með Juventus, Inter og AC Milan. Hann er eins og áður sagði frá vegna meiðsla en hann sleit krossband á síðustu leiktíð.
Zlatan neitar þó að leggja skóna á hilluna og stefnir á að vera bæði á hvíta tjaldinu sem og knattspyrnuvellinum á næsta ári.