Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 09:18 Pundið hafði þegar veikst mikið gagnvart dalnum fyrir helgi. AP/Kirsty Wigglesworth Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. Að því er kemur fram í frétt Reuters féll pundið um hátt í fimm prósent í morgun gagnvart Bandaríkjadalnum og fór lægst niður í 1,033 dali. Bandaríkjadalurinn hefur sömuleiðis styrkts verulega sem sett hefur aukinn þrýsting á bæði pundið og evruna, sem hefur ekki verið lægri í tuttugu ár meðal annars vegna væntanlegrar orkukreppu í Evrópu. Pundið hafði þegar fallið um rúmlega 3,6 prósent á föstudag eftir að Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði frekari skattaívilnanir ofan á 45 milljarða punda aðgerðarpakka til að bregðast við auknum lánsviðskiptum og hærra orkuverði. The pound has fallen to a record low against the dollar overnight, hitting $1.04. A weak pound makes our imports of gas and oil more expensive, further exacerbating the cost of living crisis. pic.twitter.com/wUITUXjAhB— Paul Brand (@PaulBrandITV) September 26, 2022 Þá hafði Seðlabanki Bretlands hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig á fimmtudag upp í 2,25 prósent. Talið er að bankinn gæti hækkað vexti aftur strax í dag. Að því er kemur fram í frétt BBC má áætla að verð á vörum frá Bandaríkjunum, þar á meðal eldsneyti og olíu, muni hækka verulega ef að pundið heldur áfram að veikjast auk þess sem vænta megi frekari stýrivaxtahækkana með tilheyrandi afleiðingum fyrir húsnæðiseigendur. Rachel Reeves, efnahagsráðherra skuggaráðuneytisins, segir fall pundsins valda miklum áhyggjum og segir nauðsynlegt að Kwarteng kynni áætlanir til að bregðast við. Hagfræðingar sem Reuters ræddu við segja ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðherra, sem aðeins hefur verið við völd í þrjár vikur, vera við það að missa allan trúverðugleika í fjármálum. Bretland Orkumál Tengdar fréttir Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt Reuters féll pundið um hátt í fimm prósent í morgun gagnvart Bandaríkjadalnum og fór lægst niður í 1,033 dali. Bandaríkjadalurinn hefur sömuleiðis styrkts verulega sem sett hefur aukinn þrýsting á bæði pundið og evruna, sem hefur ekki verið lægri í tuttugu ár meðal annars vegna væntanlegrar orkukreppu í Evrópu. Pundið hafði þegar fallið um rúmlega 3,6 prósent á föstudag eftir að Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði frekari skattaívilnanir ofan á 45 milljarða punda aðgerðarpakka til að bregðast við auknum lánsviðskiptum og hærra orkuverði. The pound has fallen to a record low against the dollar overnight, hitting $1.04. A weak pound makes our imports of gas and oil more expensive, further exacerbating the cost of living crisis. pic.twitter.com/wUITUXjAhB— Paul Brand (@PaulBrandITV) September 26, 2022 Þá hafði Seðlabanki Bretlands hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig á fimmtudag upp í 2,25 prósent. Talið er að bankinn gæti hækkað vexti aftur strax í dag. Að því er kemur fram í frétt BBC má áætla að verð á vörum frá Bandaríkjunum, þar á meðal eldsneyti og olíu, muni hækka verulega ef að pundið heldur áfram að veikjast auk þess sem vænta megi frekari stýrivaxtahækkana með tilheyrandi afleiðingum fyrir húsnæðiseigendur. Rachel Reeves, efnahagsráðherra skuggaráðuneytisins, segir fall pundsins valda miklum áhyggjum og segir nauðsynlegt að Kwarteng kynni áætlanir til að bregðast við. Hagfræðingar sem Reuters ræddu við segja ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðherra, sem aðeins hefur verið við völd í þrjár vikur, vera við það að missa allan trúverðugleika í fjármálum.
Bretland Orkumál Tengdar fréttir Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45
Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18