Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 21:11 Halldóra segir hundinn líkjast þýskum fjárhundi. Vísir/Vilhelm/Getty Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt. Halldóra Kr. Larsen, íbúi í Keilusíðu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé óboðlegt. Árás á lítið barn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Hún segir að margoft hafi verið kvartað til Matvælastofnunar og Akureyrarbæjar en ekkert hafi verið gert. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn. Eigandinn hefur hann bundinn hérna úti í garði heilu og hálfu dagana og er ekki að sinna honum almennilega – og bara vanrækir hann,“ segir Halldóra. Krakkarnir dauðhræddir Halldóra segir að unga stelpan hafi blessunarlega ekki meiðst alvarlega. Hún hafi ekki verið bitin til blóðs en hlotið bólgu og roða. Halldóra gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda en lögregla tók skýrslu af stelpunni sem bitið var í og vitnum eftir atvikið í dag. Hún segir krakkana í nágrenninu dauðhrædda og bætir við að hundurinn sé einfaldlega ekki hæfur til að vera í fjölbýlishúsi. „Maður bara fékk sjokk þegar maður heyrði þvílíkt árásargjarnt gelt hérna úti og öskur; það rann vatn milli skinns og hörunds hjá manni - öskurinn og gráturinn í börnunum. Þau voru skíthrædd. Þetta voru fjórar litlar stelpur sem voru að labba hérna með lítinn hund og þessi hundur er svona svipaður og schaefer á stærð, kannski aðeins minni. Og hann kemur og ræðst á hinn hundinn og nær að glefsa í eitt barnið,“ segir Halldóra Alfarið eigandanum að kenna Halldóra segir að sonur eiganda hundsins hafi verið úti að labba með hann þegar hann náði að slíta sig lausan. Sonurinn hafi ekkert ráðið við hundinn. „Við viljum hundinn eiginlega bara í burtu . Við erum alveg á því að það eru ekki til slæmir hundar. Það eru til slæmir eigendur. Hundarnir, ef maður elur þá ekki upp og þeir eru vanræktir svona, auðvitað verða þeir snargeðveikir og árásargjarnir. Það þarf að ala þá rétt upp til að þeir séu húsum hæfir og hæfir til að vera í kringum börn og aðra hunda. Það er ekki við hundinn að sakast að hann sé vanræktur á þennan hátt, það er alfarið eigandanum að kenna að hún sé að vanrækja hann svona,“ segir Halldóra. Hundar Dýr Akureyri Gæludýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Halldóra Kr. Larsen, íbúi í Keilusíðu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé óboðlegt. Árás á lítið barn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Hún segir að margoft hafi verið kvartað til Matvælastofnunar og Akureyrarbæjar en ekkert hafi verið gert. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn. Eigandinn hefur hann bundinn hérna úti í garði heilu og hálfu dagana og er ekki að sinna honum almennilega – og bara vanrækir hann,“ segir Halldóra. Krakkarnir dauðhræddir Halldóra segir að unga stelpan hafi blessunarlega ekki meiðst alvarlega. Hún hafi ekki verið bitin til blóðs en hlotið bólgu og roða. Halldóra gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda en lögregla tók skýrslu af stelpunni sem bitið var í og vitnum eftir atvikið í dag. Hún segir krakkana í nágrenninu dauðhrædda og bætir við að hundurinn sé einfaldlega ekki hæfur til að vera í fjölbýlishúsi. „Maður bara fékk sjokk þegar maður heyrði þvílíkt árásargjarnt gelt hérna úti og öskur; það rann vatn milli skinns og hörunds hjá manni - öskurinn og gráturinn í börnunum. Þau voru skíthrædd. Þetta voru fjórar litlar stelpur sem voru að labba hérna með lítinn hund og þessi hundur er svona svipaður og schaefer á stærð, kannski aðeins minni. Og hann kemur og ræðst á hinn hundinn og nær að glefsa í eitt barnið,“ segir Halldóra Alfarið eigandanum að kenna Halldóra segir að sonur eiganda hundsins hafi verið úti að labba með hann þegar hann náði að slíta sig lausan. Sonurinn hafi ekkert ráðið við hundinn. „Við viljum hundinn eiginlega bara í burtu . Við erum alveg á því að það eru ekki til slæmir hundar. Það eru til slæmir eigendur. Hundarnir, ef maður elur þá ekki upp og þeir eru vanræktir svona, auðvitað verða þeir snargeðveikir og árásargjarnir. Það þarf að ala þá rétt upp til að þeir séu húsum hæfir og hæfir til að vera í kringum börn og aðra hunda. Það er ekki við hundinn að sakast að hann sé vanræktur á þennan hátt, það er alfarið eigandanum að kenna að hún sé að vanrækja hann svona,“ segir Halldóra.
Hundar Dýr Akureyri Gæludýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira