Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2022 07:32 Þúsundur hafa komið saman á götum Tókýó til að mótmæla hinni opinberu útför. AP Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. Hinn 67 ára Abe far skotinn til bana á kosningafundi í Nara í vesturhluta Japan í júlí síðastliðinn, fáeinum dögum fyrir kosningar í landinu. Sú ákvörðun að hafa opinbera útför fyrir Abe hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem slíkar útfarir kosta um það bil jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna í Japan. Benda skoðanakannanir til að meirihluti landsmanna sé andvígur þeirri ákvörðun forsætisráðherrans Fumio Kishida að halda opinbera útför fyrir Abe. Áætlað er að útförin kosti 1,4 milljarð króna. Þetta hefur farið illa í marga Japani.AP Áætlað er að um þúsund manns taki beinan þátt við framkvæmd útfararinnar og að um 20 þúsund lögreglumenn séu á svæðinu til að tryggja öryggi. Þá er áætlað að á fimmta þúsund sæki sjálfa athöfnina, auk þess að henni er sjónvarpað. „Þú varst maður sem hefðir átt að lifa mun lengur,“ sagði Kishida við útförina í morgun. Akie Abe, ekkja Shinzo Abe, lútir höfði.AP Mikill fjöldi erlendra leiðtoga, ýmist núverandi eða fyrrverandi, hafa komið til Japans í tilefni af útförinni, meðal annars Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Anthony Albanese, forstætisráðherra Ástralíu, Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Auk þeirra eru Christian Wulff, fyrrverandi Þýskalandsforseti, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í hópi gesta. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er í hópi gesta útfararinnar.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Mikil umræða hefur skapast um tengsl Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Abe, og Sameiningarkirkjunnar í landinu – kirkju sem Abe var virkur í – í kjölfar dauða forsætisráðherrans fyrrverandi. Morðingi Abe sakaði kirkjuna um að hafa svikið fjölskyldu sína og hirt ævisparnað foreldra sinna, en opinber rannsókn er nú hafin í Japan um tengsl kirkjunnar og flokksins. Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Hinn 67 ára Abe far skotinn til bana á kosningafundi í Nara í vesturhluta Japan í júlí síðastliðinn, fáeinum dögum fyrir kosningar í landinu. Sú ákvörðun að hafa opinbera útför fyrir Abe hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem slíkar útfarir kosta um það bil jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna í Japan. Benda skoðanakannanir til að meirihluti landsmanna sé andvígur þeirri ákvörðun forsætisráðherrans Fumio Kishida að halda opinbera útför fyrir Abe. Áætlað er að útförin kosti 1,4 milljarð króna. Þetta hefur farið illa í marga Japani.AP Áætlað er að um þúsund manns taki beinan þátt við framkvæmd útfararinnar og að um 20 þúsund lögreglumenn séu á svæðinu til að tryggja öryggi. Þá er áætlað að á fimmta þúsund sæki sjálfa athöfnina, auk þess að henni er sjónvarpað. „Þú varst maður sem hefðir átt að lifa mun lengur,“ sagði Kishida við útförina í morgun. Akie Abe, ekkja Shinzo Abe, lútir höfði.AP Mikill fjöldi erlendra leiðtoga, ýmist núverandi eða fyrrverandi, hafa komið til Japans í tilefni af útförinni, meðal annars Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Anthony Albanese, forstætisráðherra Ástralíu, Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Auk þeirra eru Christian Wulff, fyrrverandi Þýskalandsforseti, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í hópi gesta. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er í hópi gesta útfararinnar.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Mikil umræða hefur skapast um tengsl Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Abe, og Sameiningarkirkjunnar í landinu – kirkju sem Abe var virkur í – í kjölfar dauða forsætisráðherrans fyrrverandi. Morðingi Abe sakaði kirkjuna um að hafa svikið fjölskyldu sína og hirt ævisparnað foreldra sinna, en opinber rannsókn er nú hafin í Japan um tengsl kirkjunnar og flokksins.
Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07