„Veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 16:01 Blikar urðu undir í baráttunni við Val um Íslandsmeistaratitilinn og nú virðist 2. sætið dýrmæta einnig runnið þeim úr greipum. VÍSIR/VILHELM Innan við ári eftir að hafa spilað við sum af bestu liðum Evrópu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er útlit fyrir að Blikakonur missi af Evrópusæti í Bestu deildinni í ár. Í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld var því velt upp hvort Blikar hefðu mögulega gert dýrkeypt mistök með því að sækja sér ekki meiri liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í sumar. Eftir tapið gegn Selfossi um helgina og sigur Stjörnunnar gegn Þór/KA í gær er Breiðablik komið niður í 3. sæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. Blikar hafa misst öfluga leikmenn út á leiktíðinni af ýmsum ástæðum, eins og Hildi Antonsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Ástu Eir Árnadóttur og fleiri, eftir að lykilmenn fóru einnig í atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Ég hélt að Breiðablik myndi gera eitthvað pínu í sumarglugganum. Mér fannst það ekki vera. Þá hugsaði ég að þau væru greinilega svona ofboðslega „confident“ [örugg með sig] að geta klárað þetta. Ég held að þau hafi alls ekki ætlað að gefa frá sér þetta 2. sæti. Ég veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í Bestu mörkunum. Var þetta tímapunkturinn til að gefa ungum tækifæri? „Eða bara treyst þessum ungu stelpum til að leysa þetta,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir inn í og hélt áfram: „Við erum oft beggja megin borðs í þessari umræðu og skömmum þessa uppeldisklúbba eins og Breiðablik er fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum tækifæri. Núna þegar það stefnir í að leikmenn detti út ætlum við þá að kalla eftir því að leikmenn séu keyptir inn og fyllt í þessi stæði, eða var þetta bara tímapunkturinn til að gefa ungum leikmönnum eins og Birtu [Georgsdóttur], sem hafa alveg gæði en þurfa spiltíma, tækifæri? Þá er sú ákvörðun tekin og afleiðingarnar þær að 2. sætið er ekki öruggt, en vissulega voru möguleikar fyrir því.“ Klippa: Bestu mörkin - Blikar styrktu sig ekki nóg Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld var því velt upp hvort Blikar hefðu mögulega gert dýrkeypt mistök með því að sækja sér ekki meiri liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í sumar. Eftir tapið gegn Selfossi um helgina og sigur Stjörnunnar gegn Þór/KA í gær er Breiðablik komið niður í 3. sæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. Blikar hafa misst öfluga leikmenn út á leiktíðinni af ýmsum ástæðum, eins og Hildi Antonsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Ástu Eir Árnadóttur og fleiri, eftir að lykilmenn fóru einnig í atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Ég hélt að Breiðablik myndi gera eitthvað pínu í sumarglugganum. Mér fannst það ekki vera. Þá hugsaði ég að þau væru greinilega svona ofboðslega „confident“ [örugg með sig] að geta klárað þetta. Ég held að þau hafi alls ekki ætlað að gefa frá sér þetta 2. sæti. Ég veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í Bestu mörkunum. Var þetta tímapunkturinn til að gefa ungum tækifæri? „Eða bara treyst þessum ungu stelpum til að leysa þetta,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir inn í og hélt áfram: „Við erum oft beggja megin borðs í þessari umræðu og skömmum þessa uppeldisklúbba eins og Breiðablik er fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum tækifæri. Núna þegar það stefnir í að leikmenn detti út ætlum við þá að kalla eftir því að leikmenn séu keyptir inn og fyllt í þessi stæði, eða var þetta bara tímapunkturinn til að gefa ungum leikmönnum eins og Birtu [Georgsdóttur], sem hafa alveg gæði en þurfa spiltíma, tækifæri? Þá er sú ákvörðun tekin og afleiðingarnar þær að 2. sætið er ekki öruggt, en vissulega voru möguleikar fyrir því.“ Klippa: Bestu mörkin - Blikar styrktu sig ekki nóg Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti